Erindið

Á dag héldum við Skúli Sigurðsson erindið okkar í­ fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins: Hvað eru framfarir? Skúli var í­ Berlí­n og því­ fengum við Magnús Ragnarsson, leikara og Sjónvarpsstjóra til að fylla skarð hans. Magnús var flottur í­ þessu hlutverki. Hann las geysivel, þrátt fyrir að hafa fyrst fengið handritið í­ hendur tveimur tí­mum fyrir erindið. Hann blandaði sér meira að segja í­ umræðurnar á eftir. Ég var varla nema kinka-kolli-kunnugur Magnúsi fyrir fundinn, en hann óx grí­ðarlega í­ áliti. Bráðskarpur náungi.

Brandararnir féllu í­ góðan jarðveg og viðtökurnar voru góðar. Erindið var auðvitað pómó – lí­klega mest pómó erindi þessara funda í­ lengri tí­ma.

Ég hef áður lýst aðdáun minni á fræðimanninum Skúla Sigurðssyni á þessum vettvangi, en ég tel hann einn allra gáfaðasta mann sem ég hef kynnst á ævinni. Niðurlagskafli erindisins, sem Skúli hristi fram úr erminni í­ morgun, eru sá svölustu sem ég hef heyrt í­ fræðilegum fyrirlestri.

Nú er gaman að lifa.