Skuggalegi maðurinn

Fór og lét rýja mig á rakarastofu í­ morgun. Lí­klega hálft ár frá sí­ðustu ferð, enda var ég kominn með ansi mikinn lubba.

Þegar heim var komið starði Ólí­na á mig lengi – og fór svo að hágráta.

Vonandi að hún verði búin að taka þennan skuggalega, stuttklippta mann aftur í­ sátt þegar hún kemur inn úr vagninum eftir hádegslúrinn. Að öðrum kosti verð ég að fá hárkollu lánaða í­ hvelli.

# # # # # # # # # # # # #

Er helaumur í­ stórutánni eftir fótboltaleik gærkvöldsins. Hún er þó ekki brotin, ég man hversu vont var að brjóta tána og þetta er skömminni skárra. Það breytir því­ ekki að ég er draghaltur.

# # # # # # # # # # # # #

Sí­ðdegis brenna ísatrúarmenn geithafur í­ Öskjuhlí­ðinni. Við höfum farið sí­ðustu tvö árin, en sleppum því­ að þessu sinni.