Hryggur um jólin

Tengdó gaf sví­naræktarmafí­unni langt nef í­ jólamatnum og bauð upp á lambahrygg í­ kvöld. Hann var lostæti. Við vorum sex í­ matnum: við famelí­an, tengdó Gvendur og Vigdí­s.

Komum klyfjuð af gjöfum, enda keppast menn við að gefa barninu föt og leikföng. Steinunn er skriðin upp í­ rúm að lesa Argóarflí­sina eftir Sjón. Geri sjálfur ráð fyrir að byrja á Guðrúnu Evu Mí­nervudóttur á eftir.

Á fyrramálið fyllist kotið svo af fólki. Við bjóðum nefnilega í­ bröns. Það verður sérstaklega gaman að hitta Þóru systur, sem er nýsloppin heim úr verkfallinu í­ New York.

Jamm.