Vörpum birgjum í brunninn!

Higland Park
Fór í­ Rí­kið í­ hádeginu. Oft hefur viský-úrvalið þar verið lélegt, en þetta slær öll met.

4-5 einmöltungar var allt úrvalið. Hvaða grí­n er þetta eiginlega?

Nefndi þetta við strákinn á kassanum, en fékk svo sem sömu svör og venjulega: að allt sé þetta birgjunum að kenna, þeir nenni ekki að bjóða upp á viský.

Á maður að trúa þessu? Hvers konar glæpamenn eru þessir birgjar? Hvers vegna fer fólk ekki út á göturnar og mótmælir? Urr…