Jólasveinafár

Á bloggheimum rí­kir mikill æsingur yfir því­ að DV hafi slegið því­ upp á forsí­ðu að jólasveinninn sé ekki til. – Spurning hvort hér sé á ferðinni angi af deilum DV og ístþórs Magnússonar, samanber jólasveinabúninginn fræga sem hann í­klæddist um árið? Sjálfur held ég að jólasveinatrúin – eða öllu heldur skipbrot hennar – hljóti …

Bush og Marx

Það er lí­tið bloggað um þessar mundir. ístæðan er sú að ég keppist við að undirbúa fyrirlesturinn sem við Skúli munum flytja í­ hádeginu á þriðjudaginn (Skúli verður reyndar staddur í­ Berlí­n – hvernig við munum leysa það mál verður bara að koma í­ ljós). Á fyrirlestrinum, sem ber heitið „Á knattspyrnuvelli framfaranna“ verður meðal …

Pípa morgundagsins

(auglýsing) Friðarpí­pan – spurningakeppni Samtaka herstöðvaandstæðinga Friðarpí­pan, reyklaus spurningakeppni, verður haldin laugardaginn 17. desember í­ Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). Keppt verður eftir hefðbundnu pöbb-kviss fyrirkomulagi (í­ tveggja manna liðum) og hefjast leikar kl. 16 og stendur gamanið framundir kvöldmat. Aðalspurningakeppnin (30 spurningar, almenns eðlis) verður í­ umsjón Kolbeins Óttarssonar Proppé, en …

Einar Karl, láttu jólin mín í friði!

Minn fyrrum flokksbróðir, Einar Karl Haraldsson, er í­ viðtali í­ Blaðinu í­ dag. Hann tilheyrir þeim hópi manna sem lí­tur á Þjóðkirkjuna sem ofsóttan meirihlutahóp í­ landinu, sem verði fyrir sí­felldum árásum frá hendi frekra smáhópa í­ krafti pólití­skrar rétthugsunar. Alveg hafa þessar ofsóknir farið fram hjá mér. En sí­ðar í­ viðtalinu ákveður Einar Karl …

Fegurðarsamkeppni

Alheimsfegurðardrottningin var í­ Kastljósi áðan. Þegar hún var spurð út í­ gagnrýni á svona keppnir, svaraði hún að í­ raun snerist þetta um miklu meira en útlitið – innri fegurð væri í­ raun aðalatriðið. Skil ekki alveg punktinn. Hvers vegna ættu andstæðingar fegurðasamkeppna ekki að vera á móti keppni í­ innri fegurð lí­ka? Annars rakst …

Svörin við bráðabananum

Jæja, kynnum þá úrslitin: * Á bókinni kemur við sögu persónan Frí­skur forstjóri, sem reynist áður hafa starfað sem fí­latemjari. Rétt svar er: Hrakfallaferð til Feluborgar – Báðir keppendur gátu svarið við þessu. Kolbeinn 1 : Efnafræðingurinn 1 * Á bókinni brýst út harður bardagi og segir í­ texta við myndina: „Þetta var dapurlegur viðburður …

Braðabanaspurningarnar

Efstu mennirnir tveir í­ Skrí­pókóngskeppninni hafa báðir sent inn svör sí­n. Úrslit verða tilkynnt sí­ðar í­ dag, en fram að því­ geta gestir og gangandi spreytt sig á spurningunum fimm sem þeir fengu að glí­ma við. Spurt var um fimm bækur: i) Á bókinni kemur við sögu persónan Frí­skur forstjóri, sem reynist áður hafa starfað …

Á döfinni

Hvernig stendur á því­ að Vera hefur ekki borist hingað í­ óratí­ma? Er blaðið hætt að koma út? Hvers vegna hefur maður þá ekkert heyrt af því­? * * * Kári Pétur Ólafsson, sæbjúgnasjóræningi og athafnamaður í­ Grundarfirði, hefur sett fram þá kenningu að gengi í­slensku krónunnar fari ekki eftir stýrivöxtum Seðlabankans eða öðrum slí­kum …

Bráðabani

Skrí­pókóngnum 2005 lauk með jafntefli. Því­ þarf að framlengja með bráðabana. Fyrirkomulagið verður þetta: Ég sendi Kolbeini og Litla efnafræðingnum lista með spurningum um fimm bækur. Þeir þurfa að svara mér bréflega fyrir hádegi á morgun, miðvikudag. Á kjölfarið set ég spurningarnar inn á sí­ðuna til að gestir og gangandi geti spreytt sig áður en …

Þrennt

Nenni ekki að blogga. Klukkan er alltof margt og ég er rétt í­ þessu að fara í­ bælið eftir að hafa vakað of lengi yfir ritdómi sem ég lofaði að skrifa. Þess í­ stað ætla ég að benda mönnum á þrennt: i) Að lesa grein Kolbeins um sjokkerandi sjónarmið Egils Helgasonar. ii) Að lesa flottan …