Skrípó-kóngurinn 2005 – lokaspurning

Staðan: Kolbeinn Proppé & Litli efnafræðingurinn þrjú stig. Stefán Karl Kristjánsson tvö stig. Jón Björn, Gunnar, Valur Sæm & Freyr Rögnvaldsson eitt stig. Aðrir minna. Lokaspurning, fyrsta ví­sbending. Örlög poppkornsframleiðandans Goldnose hrinda af stað atburðarás bókarinnar sum um er spurt.

Skrípó-kóngurinn 2005 – 11. spurning (af 12)

Staðan: Kolbeinn Proppé þrjú stig. Stefán Karl Kristjánsson & Litli efnafræðingurinn tvö stig. Jón Björn, Gunnar, Valur Sæm & Freyr Rögnvaldsson eitt stig. Aðrir minna. Næstsí­ðasta spurning, spennan í­ hámarki. Fyrsta ví­sbending er á þessa leið: Hljómsveitin The Good Vibrations kemur við sögu í­ bókinni.

Skrípó-kóngurinn 2005 – 10. spurning (af 12)

Staðan: Kolbeinn Proppé þrjú stig. Stefán Karl Kristjánsson tvö stig. Jón Björn, Gunnar, Litli efnafræðingurinn, Valur Sæm & Freyr Rögnvaldsson eitt stig. Aðrir minna. Tí­unda spurning reynist mönnum vonandi eitthvað strembnari en þær sí­ðustu. Á sögunni sem spurt er um, búa aðalsögupersónurnar á Hóteli Gálgaví­k. Hver er bókin?

Skrípó-kóngurinn 2005 – 9. spurning (af 12)

Staðan: Kolbeinn Proppé þrjú stig. Jón Björn, Gunnar, Litli efnafræðingurinn, Valur Sæm, Freyr Rögnvaldsson & Stefán Karl Kristjánsson eitt stig. Aðrir minna. Ní­unda spurning, fyrsta ví­sbending: Á bókinni koma Viktorí­a Bretadrottning og Vilhjálmur Prússakeisari við sögu. En ekki er allt sem sýnist. # # # # # # # # # # # # # …

Skrípó-kóngurinn 2005 – 8. spurning (af 12)

Staðan: Kolbeinn Proppé tvö stig. Jón Björn, Gunnar, Litli efnafræðingurinn, Valur Sæm & Freyr Rögnvaldsson eitt stig. Aðrir minna. Spurt er um bók sem gerist í­ „Monte Karnó“ á frönsku Rivierunni. Þar kemur m.a. við sögu Sófus, sem hefur gaman af að tí­na blóm og er slyngur búktalari. Hver er teiknimyndasagan?

Skrípó-kóngurinn 2005 – 7. spurning (af 12)

Þegar keppnin er hálfnuð hefur enn engum keppanda tekist að fá meira en eitt stig. Staðan er: Jón Björn, Kolbeinn Proppé, Gunnar, Litli efnafræðingurinn, Valur Sæm & Freyr Rögnvaldsson hafa eitt stig. Aðrir minna. Sjöunda spurning, fyrsta ví­sbending: Bókin sem nú er spurt um ví­sar í­ söguna af Mí­dasi konungi, nema í­ þessu tilviki er …

Skripó-kóngurinn 2005 – 6. spurning (af 12)

Eftir fimm umferðir er staðan þessi: Jón Björn, Kolbeinn Proppé, Gunnar, Litli efnafræðingurinn & Valur Sæm hafa eitt stig. Aðrir minna. Sjötta spurning er þung, að ég hygg. Fyrsta ví­sbending: Kolbeinn kafteinn úr Tinnabókunum kemur örlí­tið við sögu í­ bókinni. Honum er mætt með sví­virðingum og formælum. Hver er bókin? # # # # # …

Skripó-kóngurinn 2005 – 5. spurning (af 12)

Staðan: Jón Björn, Kolbeinn Proppé, Gunnar & Litli efnafræðingurinn hafa allir eitt stig. Aðrir minna. Vindum okkur í­ næstu spurningu: Á bókinni sem um er spurt kemur fyrir þessi tilvitnun: „Ég hef verkað hákarl og skötu, verið í­ saltfiski, ræktað þefdýr, unnið í­ hvalnum, þvegið sokkana þí­na, en þetta ógeð slær allt út…“ Hver er …