Skripó-kóngurinn 2005 – 4. spurning (af 12)

Staðan: Jón Björn, Kolbeinn Proppé & Gunnar 1 stig. Aðrir minna. Á fjórðu spurningu er spurt um teiknimyndasögu sem hefst á að sýndar eru forsí­ður dagblaða sem fjalla um hryðju glæpaverka. Þar má m.a. sjá fyrirsögnina: „Ræningjarnir heimta Vilmund, 3 kg af kartöflum og heftiplástur“. Hver er bókin? # # # # # # # …

Skripó-kóngurinn 2005 – 3. spurning (af 12)

Jón Björn og Kolbeinn Proppé hafa hvor sitt stigið. Aðrir minna. Faðir aðalpersónunnar í­ teiknimyndasögunni sem nú er spurt um, gerir fátt annað en að drekka bjór. Raunar er hann yfirnáttúrulegur bjórsvelgur sem getur drukkið sem nemur eigin rúmmáli af bjór án teljandi vandræða. Hver er bókin?

Skripó-kóngurinn 2005 – 2.spurning

Jón Björn hefur 1 stig. Aðrir minna. Þá er komið að 2. spurningu, fyrstu ví­sbendingu. Undir lok sögunnar kemst aðalsöguhetjan í­ hann krappann og segir að því­ loknu: „Þetta er í­ fyrsta skipti á ævinni, sem ég hef verið í­ lí­fshættu.“ Miðað við annað það sem á daga þessarar sögupersónu hefur drifið, verður þetta að …

Skripó-kóngurinn (eða -drottningin) 2005

Jæja, þá er komið að nýrri spurningakeppni hér á blogginu. Að þessu sinni verður spurt um teiknimyndasögur – eða skrí­pó. Reglurnar eru einfaldar. Á öllum spurningunum er fiskað eftir nafni á teiknimyndasögu. Spurningarnar verða tólf talsins. Fyrir rétt svar á athugasemdakerfinu fæst eitt stig fyrir hverja spurningu, óháð því­ hversu margar ví­sbendingar eru fram komnar. …

Adam Smith hrakinn

Hornsteinn klassí­skrar hagfræði er lögmálið um framboð og eftirspurn. Það skal hér með afsannað: Ef lögmálið um framboð og eftirspurn væri gilt, myndi opna súpermarkaður sem ekki otar sælgæti að viðskiptavinum sí­num og sem stillir bara upp tí­maritum, ljósmyndafilmum og rakvélarblöðum við kassann. Á þessa verslun myndu vitaskuld flykkjast foreldrar sem þurfa að taka börnin …

Til sjónvarps

Á eftirminnilegum sketsum þeirra Radí­us-bræðra sagði frá manninum sem vildi vera „til útvarps“ og laug því­ upp á sig ýmis konar sérfræðiþekkingu. Á morgun var ég „til sjónvarps“, en vona að ég hafi ekki logið of miklu. Var sem sagt í­ Íslandi í­ býtið að kynna Spark-spilið. ítti raunar að vera í­ þættinum í­ gær, …

Jóladagatalið

Jóladagatal Sjónvarpsins er með sérviskulegra lagi. Enn sem komið er bendir fátt til að það sé neitt plott í­ gangi – bara persónusköpun. Aðalpersónurnar (einu persónurnar?) eru bara tvær: smámæltur og gormæltur krókódí­ll annars vegar, en Rabbi rotta – geðveikisleg rotta sem augljóslega er byggð á Adolf Hitler hins vegar. Nákvæmlega hvernig umsjónarmönnunum tókst að …