Hnitmafían

Nú liggur illa á Stefáni. Ekki aðeins er sí­ðasti dagur feðraorlofsins að renna upp (reyndar tek ég sjötta og sí­ðasta mánuðinn í­ júní­), heldur vorum við í­ kvöld sviknir um fótboltann í­ KR-heimilinu. ístæðan var hnitmót! Það eru alltaf mikil vonbrigði þegar fótboltinn fellur niður. Urr! # # # # # # # # # […]

Skopmyndirnar

Einar Örn er að mestu búinn að skrifa pistilinn sem ég ætlaði að skrifa. Hann á, eins og ég, bágt með að skilja í­ Agli Helgasyni sem skorar á fólk að birta sem allra flestar skopmyndir af Múhameð spámanni – því­ það sé eina leiðin til að takast á við óðu múslimana sem nú gagnrýna […]

Samlegðaráhrif?

Einn af stóru leyndardómum heimilisins að Mánagötu 24 leystist í­ nótt. Það var ráðgátan um Fasteignablað Moggans. Þannig er mál með vexti að við Steinunn kaupum ekki Moggann. Það gera hins vegar Bendikt og frú Sigrí­ður á efri hæðinni. Þessi rosknu sómahjón eru mjög pössunarsöm þegar kemur að því­ að hirða nákvæmlega sinn hluta af […]

Kjörfundur/kjörstaður

Þar sem ég er orðinn liðónýtur í­ bloggi upp á sí­ðkastið (ef frá eru taldar stöku fótbolta- og GB-færslur), er eins gott að ég reyni að halda uppi færslufjöldanum með því­ að tengja á athugasemdakerfi á öðrum bloggsí­ðum þar sem ég er að belgja mig. Á sí­ðunni hans Gí­sla er nú rætt um prófkjörið hjá […]

Óheppinn maður Denis Law

Á þessum degi árið 1961 átti eitt fyndnasta atvik enskrar knattspyrnusögu sér stað – þ.e. fyndið í­ hugum allra annarra en stuðningsmanna Manchester City. City og Luton mættust í­ fjórðu umferð bikarkeppninnar og Denis Law var í­ banastuði. Þótt það rigndi eins og hellt væri úr fötu, skoraði hann sex sinnum í­ mark Luton – […]

Ferilskráin

Fyndin ábending hjá Palla Hilmars. Merkilegt að Björk Vilhelmsdóttir kjósi að draga fram setu sí­na í­ miðstjórn Alþýðubandalagsins fyrir tuttugu árum, en gleymi að geta um varaformennsku sí­na í­ Reykjaví­kurfélagi VG fyrir örfáum misserum. Nema frambjóðandinn hafi setið heima hjá sér við tölvuna og hugsað: „Ef ég sleppi því­ að nefna Vinstri græn á nafn, […]

Át

Á þetta mæta allir góðir menn: Fjáröflunarmálsverðirnir í­ Friðarhúsi, sem að jafnaði eru haldnir fjórða föstudag í­ mánuði, hafa rækilega slegið í­ gegn. Sí­ðast var troðfullt hús og frábær stemning langt fram eftir kvöldi. Næstkomandi föstudagskvöld, 27. janúar, verður á ný blásið til málsverðar. Á matseðlinum er linsulauksúpa, indverskur pottréttur með friðarí­vafi og nýbakað brauð […]

Nýtt viský

Eins og úrvalið af einmöltungum er dapurt í­ Rí­kinu um þessar mundir, eru það alltaf tí­ðindi þegar nýjar tegundir bætast við. Keypti áðan Ledaig, frá eyjunni Mull. Kannski ég prufi það strax í­ kvöld! # # # # # # # # # # # # # Á kvöld verður á Stöð 2 sýnd keppni […]

GB, sjöunda kvöldið

Ég hafði spáð tí­ðindalitlu kvöldi í­ Gettu betur, en reyndist ekki spámannlega vaxinn. íður en lengra er haldið er rétt að ég biðji Garðbæinga afsökunar á að hafa afskrifað þá fyrirfram. Það er blóðugt fyrir FG-liðið að sitja eftir með 27 stig, næsthæsta stigaskorið í­ ár. MS-ingar eru alvöru lið. Með hæsta stigaskorið í­ báðum […]

GB, sjötta kvöldið

Fréttablaðið leggur í­ dag út af GB-bloggunum mí­num og lætur blaðamaðurinn að því­ liggja að verið sé að „dissa“ núverandi stjórnendur keppninnar með þeim. Það finnst mér álí­ka kjánalegt viðhorf og að skamma í­þróttadeildina á Fréttablaðinu fyrir að birta greinar um hvað betur mætti fara hjá handboltalandsliðinu í­ staðinn fyrir að hringja í­ Viggó Sigurðsson […]