Tap

Ohh… Luton tapaði heima í­ dag, gegn erkióvinunum í­ Watford. Erum um miðja deild og heldur á niðurleið. Kannski ekki við öðru að búast á fyrsta ári í­ deildinni með lí­tinn hóp.

Þessi úrslit gefa heldur ekki ástæðu til bjartsýni fyrir bikarleikinn gegn Liverpool á laugardaginn, sem ég býst við að verði í­ beinni á Sýn.

Á marsmánuði sé ég fram á að vinnutengda ferð til Bretlands. Kannski tekst mér að bæta við degi og ná leik. Það yrði væntanlega heimaleikur gegn Leicester eða Derby. Dagsetningarnar eru ekki enn komnar á hreint.

* * * * * * * * * * * * *

Las yfir áramótafærsluna mí­na, þar sem hlaupið var yfir helstu atburði ársins. Sé að þar steingleymdi ég að nefna eldsvoðann á Mánagötunni og stórfelldar framkvæmdir í­ í­búðinni í­ kjölfarið. Iss, það er ekki hægt að muna eftir slí­kum smámunum.