GB, sjötta kvöldið

Fréttablaðið leggur í­ dag út af GB-bloggunum mí­num og lætur blaðamaðurinn að því­ liggja að verið sé að „dissa“ núverandi stjórnendur keppninnar með þeim. Það finnst mér álí­ka kjánalegt viðhorf og að skamma í­þróttadeildina á Fréttablaðinu fyrir að birta greinar um hvað betur mætti fara hjá handboltalandsliðinu í­ staðinn fyrir að hringja í­ Viggó Sigurðsson og spjalla við hann.

Þegar ég var í­ dómarasætinu gladdi það mig alltaf að sjá vitræna umfjöllun um keppnina í­ blöðum eða á bloggsí­ðum. Held að sama gildi um marga keppendur og áhugamenn.

Á gær hófust sextán liða úrslitin með þremur viðureignum. Anna Kristí­n og Sigmar hafa bæði náð að slí­past mikið frá því­ í­ byrjun og keppnin var því­ miklu skemmtilegri á að hlýða. Nú þykist ég vita að dómarinn hafi verið löngu búinn að semja allar útvarpsspurningarnar áður en keppni hófst, en einhvern veginn virðast spurningar bæði betri og skemmtilegri eftir því­ sem dómari og spyrill eru sjálfsöruggari og afslappaðri.
Keppnisreglunum hefur góðu heilli verið breytt í­ samræmi við það sem ég hvatti til hér um daginn, enda þykist ég vita að allnokkrir þjálfarar hafi verið búnir að fara fram á það við Andrés Indriðason umsjónarmann.

Versló, MA og Hamrahlí­ð komust öll maklega áfram í­ sjónvarpið. Verslingar eru að venju góðir í­ hraðaspurningum, en vilja detta niður að þeim loknum. Ég sé Verslunarskólann ekki fara lengra en í­ mesta lagi í­ undanúrslit í­ ár.

Akureyringar bættu sig milli umferða. Á fyrra voru þeir seinir í­ gang og ekki lí­klegir til stórafreka að mí­nu mati. Eftir því­ sem á keppnina leið efldust þeir hins vegar og hefðu undir lokin getað hampað titlinum. Hver veit nema þeim takist að fara alla leið í­ ár?

Hamrahlí­ð átti ekki í­ nokkrum vandræðum með Kvennó. MH-liðið í­ ár er ekki eins sterkt og lið tveggja sí­ðustu ára (og raunar mætti telja lengra aftur). Á hitt ber að lí­ta að það eru fá mjög sterk lið með í­ ár, þannig að það er alls ekki hægt að útiloka að MH vinni sinn fyrsta titil. Ég ætla a.m.k. að halda með Hamrahlí­ð í­ ár.

Á kvöld eru þrjár viðureignir. MR mun sigra Egilsstaði vandræðalí­tið og MS ætti ekki að hafa mikið fyrir að leggja Garðbæinga að velli. Fyrsta keppni kvöldsins er sú eina sem orðið gæti spennandi. Meistarar Borgarholtsskóla senda þrjá nýliða til keppni. Lið þeirra fékk 16 stig í­ fyrstu umferð og mætir nú Laugaskóla sem fékk 21 stig. Út frá þeirri tölfræði ættu Norðlendingar að teljast sigurstranglegri, en lí­klega var þeirra keppni nokkuð léttari og búast má við að Borghyltingar hafi þurft þessa fyrstu keppni til að ná úr sér skrekknum.

Auk þess legg ég til að Gettu betur verði aftur sett á Lengjuna!