Fyndin ábending hjá Palla Hilmars.
Merkilegt að Björk Vilhelmsdóttir kjósi að draga fram setu sína í miðstjórn Alþýðubandalagsins fyrir tuttugu árum, en gleymi að geta um varaformennsku sína í Reykjavíkurfélagi VG fyrir örfáum misserum.
Nema frambjóðandinn hafi setið heima hjá sér við tölvuna og hugsað: „Ef ég sleppi því að nefna Vinstri græn á nafn, þá gleyma kannski kjósendurnir í prófkjöri Samfylkingarinnar að ég hafi verið í öðrum flokki þar til fyrir mánuði!“
Nokkuð bjartsýnt – ekki satt?