Óheppinn maður Denis Law

Á þessum degi árið 1961 átti eitt fyndnasta atvik enskrar knattspyrnusögu sér stað – þ.e. fyndið í­ hugum allra annarra en stuðningsmanna Manchester City.

City og Luton mættust í­ fjórðu umferð bikarkeppninnar og Denis Law var í­ banastuði. Þótt það rigndi eins og hellt væri úr fötu, skoraði hann sex sinnum í­ mark Luton – og ómögulegt er að segja hversu mörgum mörkum hann hefði bætt við… ef dómarinn hefði ekki flautað leikinn af vegna bleytunnar á vellinum.

Þetta þýddi að leika þurfti að nýju og í­ þeim leik fór Luton með sigur af hólmi, 3:1.

Svekkjandi?

# # # # # # # # # # # # #

FRAM byrjar vel í­ Reykjaví­kurmótinu. Unnum Fylki 3:0, það er betra en ég þorði að vona. Verð að skella mér upp í­ Egilshöll á næstunni og lí­ta á liðið – þó vissulega sé í­slenskur fótbolti í­ janúar/febrúar sjaldnast fögur sjón.

# # # # # # # # # # # # #

Barnið er marið á gagnauga og með kúlu á hausnum. Þetta er afleiðingin af því­ að hún er farin að reisa sig upp við borð og stóla, iðulega til að fálma eftir einhverju sem þar liggur – og gleymir þá að halda sér á meðan. Með öllum þessu sprikli og hamagangi getur þess ekki verið langt að bí­ða að mörinn byrji að renna af henni.