Eitt vinsælasta kennslutækið í Rafheimum er Van de Graaf-hraðallinn, en það vekur ætíð mikla kátínu þegar einhver krakkinn er hlaðinn upp uns hárið stendur í allar áttir.
Hraðallinn hefur verið bilaður lengi og hleður nánast ekki neitt. Á haust reyndum við Kjartan að koma honum í lag með því að skipta um reim og þrífa hann hátt og lágt með spritti. Allt kom fyrir ekki og um margra mánaða skeið hefur tækið verið í lamasessi.
Á morgun kom Sverrir Guðmundsson á safnið, en hann verður mér væntanlega innan handar á fimmtudagsmorgnum fram á vor. Við ákváðum að gera aðra atlögu og skrúfuðum í sundur fótinn á vélinni – nokkuð sem ég lagði ekki í á sínum tíma.
Þar kom í ljós að festing hafði losnað og eftir smátilfæringar tókst okkur að láta vélina ganga betur. Hún hleður augljóslega ekki eins vel og í upphafi, en spurningin er hvort þetta dugi ekki fyrir því. Hvorugur okkar Sverris er nægilega hærður til að kanna mætti áhrif viðgerðarinnar. Á morgun komaunglingar úr Snælandsskóla. Vona að það verði einhver lubbi í hópnum. Get varla beðið eftir að sjá hvað gerist!
# # # # # # # # # # # # #
Á gær fór ég í Ríkið og spurðist fyrir um hvernig sérpöntunum væri háttað. Fékk ekki mjög skýr svör.
Á stuttu máli var mér sagt að ef einhver innflytjandi væri með umboð fyrir tiltekna áfengistegund, þá gæti ég látið íTVR panta hana frá viðkomandi aðila.
En þá er næsta spurning: Hvernig veit ég hvaða innflytjendur eru með hvaða tegundir? Því er mér vitanlega hvergi haldið til haga. íTVR var í það minnsta ekki með neinn lista uppivið með nöfnum innflytjenda og tegundum. Ekki fer ég í gulu síðurnar og hringi í allar heildsölur og spyr út í tegundavalið? – Og varla mega heildsalarnir kynna hvaða umboð þeir séu með – það teldist áfengisauglýsing!
Sá þó með smáleit á netinu í gærkvöldi að Karl K. Karlsson hefur umboð fyrir Macallan og Rolf Johansen er með nokkrar fínar tegundir átappaðar undir merkjum Old Cask. Þetta er gott að vita ef fýkur í önnur skjól.