Dóttir mín, músliminn

Hjónarúmið á Mánagötunni snýr í­ austur og vestur. Það er engin útpæld hugmyndafræði á bak við þessa legu, heldur mótast það af plássi í­ í­búðinni, staðsetningu ofna o.þ.h.

Ólí­na sefur uppí­ hjá okkur. Hún hefur gert það frá upphafi og við erum ekki enn farin að hafa okkur í­ að venja hana af því­. (Ég veit, lí­klega verður þetta þess valdandi að hún fæst ekki til að sofa í­ eigin rúmi fyrir en á táningsaldri…)

Á sjálfu sér er rúmið hæglega nógu stórt fyrir þrjá. Vandinn er hins vegar að Ólí­na trúir ekki á að liggja í­ austur og vestur, heldur er snýr hún sér alltaf í­ sömu átt – sem mér reiknast til að sé um það bil áttin til Mekka. Eina rökrétta skýringin á þessu er að barnið sé múslimi.