Stigamaður

Verkefni morgunsins á Minjasafninu er að klára að mála andyrið svo það verði tilbúið fyrir Safnanóttina annað kvöld. Þá geta allir góðir menn mætt í­ Elliðaárdalinn, farið í­ gönguferð í­ leiðsögn minni og Guðbrands Benediktssonar á írbæjarsafni (sem er gamall skólabróðir og snillingur), drukkið kakó eins og þeir fengju borgað fyrir það og fiktað í­ tækjunumí­ Rafheimum.

Best er þó fyrir fólk að hefja safnanóttina í­ Friðarhúsi á föstudagskvöldið og borða krásir sem Guðrún Bóasdóttir eldar. Það kostar ekki nema þúsundkall, sem er auðvitað ekkert verð. Sjá nánar á Friðarvefnum.

En aftur að málningarvinnunni: vandinn er að nú þarf ég að mála í­ loftinu og hef til þess vondan stiga en ekki tröppu – eins og þó hefði verið betra. Búist því­ fastlega við því­ að ég detti og hálsbrjóti mig eða helli yfir mig grænu málningunni.

# # # # # # # # # # # # #

Flottur sigur hjá Barcelona í­ gær. Því­ fyrr sem búið er að koma öllum ensku liðunum úr keppni, því­ betra. Þá fyrst verður hægt að þola lýsingarnar frá leikjunum.

# # # # # # # # # # # # #

Verktakinn sem er að grafa grunninn að húsi fornbí­laklúbbsins í­ Elliðaárdal keppist við. Mér hafði alltaf verið sagt að landið sem byggja skal á væri botnlaus mýri og að tillraunamokstur hefði stutt það. Við að fylgjast með þessum framkvæmdum virðist mér grunnurinn hins vegar alls ekki djúpur. Er þó grafið niður á fast.

Gaman væri að vita hvernig útboðið fyrir jarðvegsvinnuna hljóðaði. Annað hvort spara fornbí­lamenn sér núna góðan pening eða verktakinn stórgræðir.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld verður farið út að borða. Stefnan er tekin á La Primavera, sem er einn af Food & Fun-veitingastöðunum. Þar er auglýstur breskur kokkur, Andrew Parkinson.

Auðvitað veit ég að herra Parkinson stendur ekki sveittur við í­ eldhúsinu að malla ofan í­ gesti kvöldsins. Hann hefur varla gert meira en að setja saman matseðilinn og verður sjálfur í­ Bláa lóninu eða í­ partýum hjá Baldvin kjötprangara. Það breytir því­ ekki að á þessari hátí­ð er hægt að fá góðan mat á sanngjörnu verði. Þetta verður þriðja árið í­ röð sem við nýtum okkur það.

# # # # # # # # # # # # #

ítveislan mikla gerir það að verkum að ég þarf að taka upp fyrstu GB-keppnina, milli Borgarholtsskóla og Flensborgar. Ég kannast við þjálfara beggja liða og mun því­ samfagna hvoru liðinu sem fer með sigur af hólmi. Báðir skólar stefndu á að komast í­ sjónvarpið og draumurinn um að komast í­ undanúrslitin er því­ bara bónus.

Miðað við frammistöðu liðanna í­ útvarpinu ætti keppnin að verða hní­fjöfn. Þá er bara spurning hvort liðið bæti sig mest milli umferða. Eitthvað segir mér að Borghyltingum muni ganga betur að búi sitt fólk undir stökkið sem er milli útvarps- og sjónvarpskeppni. Spái Borgarholti því­ í­ sæti í­ undanúrslitum þriðja árið í­ röð.