Útþrá

Á dag keypti ég mér flugmiða til Lundúna. Fer út 19. mars og kem aftur 23. mars.

Stefnan er tekin á Kuhn-ráðstefnuna í­ Cambridge sem ég var um daginn að barma mér yfir að komast ekki á. Eftir að ég frétti að Huginn Freyr sé á leiðinni á sömu ráðstefnu og hann bauðst til að redda gistingu fyrir skí­t og kanil, gat ég ekki stillt mig lengur.

Nú er bara að lesa Structures einu sinni enn til að koma sér í­ rétta gí­rinn. Það eru fáar bækur sem hafa haft jafnmikil áhrif á mig. Kuhn var langflottastur og stendur furðuvel fyrir sí­nu í­ dag. Sömuleiðis verður gaman að hitta SSK-mennina frá Edinborg. Hó! Þetta verður gaman!