Palme

Ég er ekki viss um að ég sé að kaupa þessar nýjustu fréttir af Palme-málinu. Samkvæmt þeim var forsætisráðherrann skotinn í­ misgripum af smákrimma.

Nú geri ég mér grein fyrir að fólk á misauðvelt með að þekkja andlit – en fjandakornið, sá sem rekst á forsætisráðherra lands sí­ns á gangi hugsar varla: „Þessi er eitthvað kunnuglegur – þá hlýtur hann að vera dí­lerinn sem ég ætlaði að skjóta!“

Eða hvað veit ég?

# # # # # # # # # # # # #

Ekki fengum við Edinborgarslag í­ úrslitum skoska bikarsins. Liðin mætast í­ undanúrslitunum en í­ hinum leiknum eigast við Gretna annars vegar en Dundee eða Hamilton hins vegar. Þótt Gretna sé deild fyrir neðan Dundee og Hamilton, telst liðið sigurstranglegra í­ þeirri viðureign og því­ góðar lí­kur á að lið úr þriðju efstu deild frá 3.000 manna bæ komist í­ úrslit bikarkeppninnar. Magnað!