Á kvöld mun sá er þetta ritar snúa aftur sem dómari í spurningakeppni. Það verður í þættinum Strákarnir á Stöð 2, þar sem upphaflegu strákarnir þrír keppa við nýrri mennina þrjá. Ég lofa spennandi og skemmtilegri keppni, þar sem færni þeirra kumpána í spurningaleikjum mun koma á óvart. # # # # # # # …
Monthly Archives: mars 2006
Echo
Nú langar mig á tónleika. Echo & the Bunnymen verða í höllinni 6. maí, ásamt fleiri misskemmtilegum flytjendum. Miðaverðið er meira að segja hófstillt. Ég hlusta talsvert á E&B, en Steinunn er ekki eins hrifin. Spurning hvort ég fari ekki bara einn á þessa tónleika en sendi hana í staðinn á Ian Anderson. Það er …
Svarið
Auðvitað var þetta Hitler. Og tilefnið var innrásin í Tékkóslóvakíu – þar sem verið var að stöðva blóðþyrstan einræðisherra, afvopna hættulegt útlagaríki og tryggja frið og velsæld í heiminum.
Getraun dagsins
Hver mælti eftirfarandi orð (í lauslegri íslenskri þýðingu) og að hvaða tilefni? Það er ekki markmið okkar að undiroka önnur ríki. Aðgerðir okkar ráðast ekki af illvilja eða hatri í garð annarra þjóða. Ég þekki vel hörmungar styrjalda og vil forða þjóð minni frá slíkum ógnum. Við eigum ekkert sökótt við almenning í landinu heldur …
Björn og rektorsvalið
Björn Bjarnason fjallar um samsæriskenningu DV varðandi rektorsval í MR 1995. Málið er mér skylt, enda var ég fulltrúi nemenda í skólanefnd MR á þessum tíma. Björn vitnar orðrétt í DV: „Heimildir DV herma að það skipti máli þegar Björn skipaði óvænt Ragnheiði Torfadóttur rektor við MR, 7. apríl 1995. Meðal umsækjanda þá var Ólafur …
Hrævareldur
Á kvöld er St. Elmo´s Fire á dagskrá Skjás eins. Ekki má missa af því. Þetta kallar jafnvel á að nýja Tallisker-flaskan verði opnuð. # # # # # # # # # # # # # írmann kvartar yfir óréttælti heimsins: Ég var að velta því fyrir mér hve ósanngjarnt það var hér forðum …
Atli Húnakonungur
Er að lesa ævisögu Atla Húnakonungs. Það eru líklega mistök. Á það minnsta eru þarna nokkrar splatter-aftökulýsingar sem ættu að duga mér í margar martraðir. Annars er bókin nálega hálfnuð þegar aðalpersónan er fyrst kynnt til sögunnar. Bendir til að heimildir séu af skornum skammti. # # # # # # # # # # …
Ferðapunktar
Kominn heim frá útlandinu. Hér eru nokkrir punktar: * Það er skrýtið að gista í King´s College í Cambridge. Að utan eru byggingarnar eins og klipptar út úr Harry Potter-mynd en innandyra eru dæmigerðir stúdentabarir, gangar og herbergi eins og í stúdentagörðum frá 1965. * Simon Schaffer er rosalega svalur vísindasagnfræðingur, en furðulíkur Stephen King …
Góðir dagar
Stundum gengur allt upp. Þá er gaman að vera til. Herinn virðist á förum. Því fagna allir góðir menn. Síðustu vikurnar hefur ómældur tími farið í að undirbúa aðgerðir gegn íraksstríðinu. Dagskrá síðustu daga hefur verið þétt, en gengið eins og í sögu. Rúmlega 800 manna útifundurinn í dag var velheppnaður lokahnykkur. Steinunn fór í …
GB
Ég rakst á liðsmenn úr GB-liðum MH og MS í Útvarpshúsinu í dag, þar sem ég var að plögga aðgerðirnar á Ingólfstorgi á laugardaginn kl. 15. Þeir skömmuðu mig fyrir að blogga ekki nóg um GB og létu mig lofa að skrifa færslu um keppni kvöldsins. Við það verð ég að standa: MS-ingar áttu ekki …