Echo

Nú langar mig á tónleika. Echo & the Bunnymen verða í­ höllinni 6. maí­, ásamt fleiri misskemmtilegum flytjendum. Miðaverðið er meira að segja hófstillt. Ég hlusta talsvert á E&B, en Steinunn er ekki eins hrifin. Spurning hvort ég fari ekki bara einn á þessa tónleika en sendi hana í­ staðinn á Ian Anderson. Það er …

Svarið

Auðvitað var þetta Hitler. Og tilefnið var innrásin í­ Tékkóslóvakí­u – þar sem verið var að stöðva blóðþyrstan einræðisherra, afvopna hættulegt útlagarí­ki og tryggja frið og velsæld í­ heiminum.

Getraun dagsins

Hver mælti eftirfarandi orð (í­ lauslegri í­slenskri þýðingu) og að hvaða tilefni? Það er ekki markmið okkar að undiroka önnur rí­ki. Aðgerðir okkar ráðast ekki af illvilja eða hatri í­ garð annarra þjóða. Ég þekki vel hörmungar styrjalda og vil forða þjóð minni frá slí­kum ógnum. Við eigum ekkert sökótt við almenning í­ landinu heldur …

Björn og rektorsvalið

Björn Bjarnason fjallar um samsæriskenningu DV varðandi rektorsval í­ MR 1995. Málið er mér skylt, enda var ég fulltrúi nemenda í­ skólanefnd MR á þessum tí­ma. Björn vitnar orðrétt í­ DV: „Heimildir DV herma að það skipti máli þegar Björn skipaði óvænt Ragnheiði Torfadóttur rektor við MR, 7. aprí­l 1995. Meðal umsækjanda þá var Ólafur …

Hrævareldur

Á kvöld er St. Elmo´s Fire á dagskrá Skjás eins. Ekki má missa af því­. Þetta kallar jafnvel á að nýja Tallisker-flaskan verði opnuð. # # # # # # # # # # # # # írmann kvartar yfir óréttælti heimsins: Ég var að velta því­ fyrir mér hve ósanngjarnt það var hér forðum …

Ferðapunktar

Kominn heim frá útlandinu. Hér eru nokkrir punktar: * Það er skrýtið að gista í­ King´s College í­ Cambridge. Að utan eru byggingarnar eins og klipptar út úr Harry Potter-mynd en innandyra eru dæmigerðir stúdentabarir, gangar og herbergi eins og í­ stúdentagörðum frá 1965. * Simon Schaffer er rosalega svalur ví­sindasagnfræðingur, en furðulí­kur Stephen King …

Góðir dagar

Stundum gengur allt upp. Þá er gaman að vera til. Herinn virðist á förum. Því­ fagna allir góðir menn. Sí­ðustu vikurnar hefur ómældur tí­mi farið í­ að undirbúa aðgerðir gegn íraksstrí­ðinu. Dagskrá sí­ðustu daga hefur verið þétt, en gengið eins og í­ sögu. Rúmlega 800 manna útifundurinn í­ dag var velheppnaður lokahnykkur. Steinunn fór í­ …

GB

Ég rakst á liðsmenn úr GB-liðum MH og MS í­ Útvarpshúsinu í­ dag, þar sem ég var að plögga aðgerðirnar á Ingólfstorgi á laugardaginn kl. 15. Þeir skömmuðu mig fyrir að blogga ekki nóg um GB og létu mig lofa að skrifa færslu um keppni kvöldsins. Við það verð ég að standa: MS-ingar áttu ekki …