Góðir dagar

smile.gifStundum gengur allt upp. Þá er gaman að vera til.

Herinn virðist á förum. Því­ fagna allir góðir menn.

Sí­ðustu vikurnar hefur ómældur tí­mi farið í­ að undirbúa aðgerðir gegn íraksstrí­ðinu. Dagskrá sí­ðustu daga hefur verið þétt, en gengið eins og í­ sögu. Rúmlega 800 manna útifundurinn í­ dag var velheppnaður lokahnykkur.

Steinunn fór í­ stera og það setti heimilishaldið á hliðina. Með mikilli hjálp, meðal annars frá mömmu og pabba, Bryndí­si og Ní­nu frá Heimaþjónustu borgarinnar tókst hins vegar að láta dæmið ganga upp. Þótt enn sé of snemmt að segja til um árangurinn, eru fyrstu merkin jákvæð.

Á sportinu er allt í­ góðu gengi. Luton endurréð Mike Newell til fjögurra ára og sigraði Derby í­ dag. Framararnir stigu á sama tí­ma stórt skref í­ átt að Íslandsmeistaratitlinum í­ handboltanum (7,9,13).

Á morgun fer ég til Cambridge á Kuhn-ráðstefnu. Ég ræð mér varla fyrir spenningi. Þar hitti ég í­ það minnsta tvo gamla kennara frá Edinborg. Á kjölfarið fer ég til Lundúna og hitti Kjartan og Sylví­u.

Ekkert blogg hér fyrr en í­ fyrsta lagi á föstudaginn kemur…