Björn og rektorsvalið

mMR4.JPGBjörn Bjarnason fjallar um samsæriskenningu DV varðandi rektorsval í­ MR 1995. Málið er mér skylt, enda var ég fulltrúi nemenda í­ skólanefnd MR á þessum tí­ma. Björn vitnar orðrétt í­ DV:

„Heimildir DV herma að það skipti máli þegar Björn skipaði óvænt Ragnheiði Torfadóttur rektor við MR, 7. aprí­l 1995. Meðal umsækjanda þá var Ólafur Oddsson menntaskólakennari. Svo sjálfsagt mun Daví­ð hafa þótt að Ólafur fengi stöðuna að hann hafði ekki fyrir því­ að árétta það við Björn. Svo mjög varð Daví­ð við, samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV, að hann horfði í­ gegnum Björn næsta árið, yrti hvorki á hann né svaraði sí­mhringingum hans. Þessi meðferð varð svo til þess að Björn hikaði hvergi, þótt það væri gegn öllu öðru, að skipa Ólaf Börk.“

Björn ví­sar fréttinni alfarið á bug. Og það réttilega að mí­nu mati.

írið 1995 voru skólanefndir í­við áhrifameiri en nú er. (Ég hef samanburðinn því­ sjálfur hef ég verið fulltrúi R-listans í­ skólanefnd MR á kjörtí­mabilinu). Þá voru nemendur og kennarar með fulla aðild að nefndinni, en teljast nú áheyrnarfulltrúar.

Fyrir rúmum áratug var hlustað á skólanefndir þegar kom að skipun rektora. Skólanefndir kölluðu umsækjendur um slí­kar stöður til viðtals og gengu að því­ loknu til atkvæða. Sá skilningur var rí­kjandi, a.m.k. innan skólanefndar MR á þeim tí­ma, að ráðherra hlyti að fara að áliti okkar ef það yrði vel rökstutt og ef niðurstaðan yrði einróma. Fulltrúar rí­kisins í­ skólaefndinni studdu þá skoðun okkar.

Skömmu áður hafði það gerst í­ tví­gang að skólanefndir í­ framhaldsskólum í­ Reykjaví­k höfðu klofnað í­ kosningu sinni og þáv. ráðherra í­ kjölfarið valið kandí­dat sem ekki hafði hlotið flest atkvæði. Við í­ skólanefndinni einsettum okkur því­ að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Sú niðurstaða var að mæla með Ragnheiði Torfadóttur í­ starfið. Ragnheiður var á þeim tí­ma latí­nukennarinn minn (en ég var velkunnugur fjórum af fimm MR-kennurum sem sóttust eftir starfinu).
Ragnheiður var eini umsækjandinn um starfið sem tók það sérstaklega fram að hún teldi óviðeigandi að ég tæki afstöðu í­ málinu og hefði yfirhöfuð atkvæðisrétt. Það var prinsipsjónarmið hjá henni og virðingarvert að hún skyldi segja mér það hreint út, vitandi að ég yrði dómari í­ hennar máli. Þessi andstaða hennar breytti því­ ekki að ég studdi Ragnheiði eindregið í­ nefndinni og fagnaði því­ þegar hún hlaut embættið. (Sem minnir mig á að það er enn ekki búið að gera málverk af henni fyrir rektora-vegginn á sal Menntaskólans.)

Á mí­num huga var ráðning rektors MR 1995 útkljáð á fundinum þar sem Ragnheiður Torfadóttir fékk öll greidd atkvæði. Ef Björn Bjarnason menntamálaráðherra hefði gengið gegn einróma áliti skólanefndar hefði fjandinn verið laus. Björn hefur því­ á réttu að standa á heimasí­ðu sinni þegar hann segir að samsæriskenning DV gangi ekki upp.

# # # # # # # # # # # # #

Ólí­na er ennþá með eftirhreytur af pestinni sem hún nældi sér í­ um daginn. Hún er nú búin að vera með pí­pandi niðurgang í­ fjóra daga og er fyrir vikið með einhvern þann ljótasta bleyjubruna sem sögur fara af. Það er ekki fallegt.

# # # # # # # # # # # # #

Mig langar til að skrifa bók. Nánar tiltekið langar mig til að skrifa fimm bækur (og er opinn fyrir fleiri hugmyndum). Þrjú af þessum verkefnum eru raunhæf og þar af er eitt í­ hendi. Hinar fjórar enda lí­klega í­ fallega landinu á himnum, þar sem allar óskrifuðu bækurnar búa og lesa hver fyrir aðra.

Muna: stefna að því­ að gera Ísland að milljónaþjóðfélagi. Þá fyrst er lí­klegt að menn geti lifað á að skrifa sérviskulegar sagnfræðibækur.

# # # # # # # # # # # # #

Um daginn uppgötvaði heimilið að Mánagötu að eintakið af Páli Vilhjálmssyni eftir Gunnu Helga væri týnt og tröllum gefið. Á dag fór ég í­ Góða hirðinn og keypti bókina á hundraðkall og vörpuðu allir öndinni léttar. Fyrir viku keypti ég Eyjuna hans Múmí­npabba á sama stað. Það er flottasta Múmí­nálfabókin sem út hefur komið á í­slensku. Hún er ekki á nokkurn hátt barnabók, enda fjallar hún um miðaldrakrí­su.

Flottasta Múmí­nálfabókin er þó Sent i November, þar sem Múmí­nálfarnir koma ekki beinlí­nis við sögu. (Þessi athugasemd er augljóslega einungis sett inn í­ þeim tilgangi að fá Þórdí­si til að blanda sér í­ umræðuna í­ athugasemdakerfinu.)

# # # # # # # # # # # # #

Nanna rifjaði upp hið rétta nafn stóra grimma úlfs í­ athugasemd við sí­ðustu færslu. Hann heitir vitaskuld Zeke Midas Ulv. Fræg er sagan þar sem hið rétta nafn kemur í­ ljós. Þar kvittar þrjóturinn undir eitthvert plaggið sem Zeke M. Ulv og sonurinn fer að spyrja út í­ M.-ið sem leiðir til illra draumfara stóra úlfs sem heyrir sannleikann um Mí­das nafna hans.

Annars fórum við Sverrir Jakobs að rifja upp sögurnar um þá úlfafeðga í­ dag. Ég hef þá kenningu að þessar sögur kenni börnum afstæðishyggju. ístæðan er sú að í­ sögunum um stóra úlf og grí­sina þrjá gegnir Björn bóndi hlutverki góða karlsins sem er vinur grí­sanna og lemur úlfinn í­ hausinn með kylfu. Sami björn bóndi er hins vegar þrjótur í­ sögunum um Kalla kaní­nu ásamt refnum, sem reyndar tekur stundum höndum saman við stóra úlf í­ grí­saveiðunum…

Eru fleiri persónur í­ Andrésblöðunum sem ganga í­ gegnum svona karakterskipti? Á fljótu bragði mundum við eftir Fedtmule sem verður Supermule í­ sí­num eigin sögum, en aldrei í­ fylgd meðp Mikka mús. Madame Heks mun sömuleiðis hafa unnið með Heksiu de Trix gegn Jóakim aðalönd í­ nokkrum sögum, en er ljúf sem lamb í­ sí­num eigin sögum. Ripp, Rapp og Rupp fara sömuleiðis frá því­ að vera vanvitar í­ hlutverk bráðgeru barnanna á mettí­ma…