Hver mælti eftirfarandi orð (í lauslegri íslenskri þýðingu) og að hvaða tilefni?
Það er ekki markmið okkar að undiroka önnur ríki. Aðgerðir okkar ráðast ekki af illvilja eða hatri í garð annarra þjóða. Ég þekki vel hörmungar styrjalda og vil forða þjóð minni frá slíkum ógnum. Við eigum ekkert sökótt við almenning í landinu heldur leiðtoga þess. Hann hefur staðið fyrir ógnarstjórn. Hann hefur leitt hörmungar yfir fjölda fólks með harðstjórn sinni. Hann hefur kúgað milljónir íbúa lands síns til hlýðni. Ríki þetta hefur yfir að búa gríðarlegu vopnabúri – fram hjá þeirri ógn verður ekki litið. Við höfum sýnt ótrúlega þolinmæði, en ég neita að sitja lengur aðgerðalaus hjá meðan þessi brjálæðingur níðist á milljónum manna!