Dómarinn snýr aftur

Á kvöld mun sá er þetta ritar snúa aftur sem dómari í­ spurningakeppni. Það verður í­ þættinum Strákarnir á Stöð 2, þar sem upphaflegu strákarnir þrí­r keppa við nýrri mennina þrjá.

Ég lofa spennandi og skemmtilegri keppni, þar sem færni þeirra kumpána í­ spurningaleikjum mun koma á óvart.

# # # # # # # # # # # # #

Önnur spurningakeppni í­ kvöld er undanúrslitaviðureign MA og MH. Á janúar sagðist ég halda með Hamrahlí­ð í­ ár og stend við það heit. Engu að sí­ður hallast ég að sigri Akureyringa í­ kvöld. Mér finnst þeir sterkasta liðið sem ég hef séð í­ ár, þrátt fyrir að vera ekki nægilega sterkir í­ hraðaspurningum. Ég yrði þó hissa ef munurinn yrði meiri en 3-4 stig.

Sjálfur verð ég að taka upp keppnina, enda staddur í­ Friðarhúsi í­ kvöld að fylgjast með stórmerkilegri myndasýningu og að skrafa við góða friðarsinna fram eftir kvöldi.