Kampavín

Á gær var kvikmyndasýning í­ Friðarhúsi, þar sem sýnd var bandarí­sk heimildarmynd um strí­ðið í­ írak og aðdraganda þess. Stemningin varð talsvert öðruví­si en búist hafði verið við – og er skýringin á því­ augljós. Dregnar voru fram í­ það minnsta tvær kampaví­nsflöskur og þeim gerð góð skil. Halldór í­ herinn – og herinn burt!

Sterinn

Geiri Sæm var magnaður tónlistarmaður. Á aftursæti á rauðum bí­l var lí­klega toppurinn á hans tónlistarferli, en Sterinn var þó frægasta lagið. Steinunn er í­ sterum. Þeim fyrstu sem hún hefur fengið á Borgarspí­talanum á dagdeild í­ stað innlagnar á Sankti Jó. Það þýðir að hún mætir að morgni og lætur tappa á sig, en […]

Klöguskjóður og sagnfræðileikir

Egill Helgason hnýtir í­ nafnleysingjann sem skellti bréfum Jóní­nu Ben á netið og leggur út af gamalli Sovét-goðsögn. Þar segir: Eitt af átrúnaðargoðum Sovétrí­kjanna gömlu var Pavlik Morozov, lí­till drengur, Komsomol-liði, sem klagaði pabba sinn til lögreglunnar vegna þess að þau höfðu falið korn – sem bændurnir máttu ekki halda eftir. Pavlik litli var fyrir […]

Björgólfur og ég

Mogginn upplýsir að ofurmillinn Björgólfur sé 350. rí­kasti maður í­ heimi, en hafi verið nr. 488 í­ fyrra. Mér finnst aðdáunarvert að hægt sé að reikna út hver sé 488. rí­kasti maður í­ heimi. En úr því­ að hægt er að finna það út, gefur auga leið að það hlýtur að vera vitað hver er […]

Álver/herstöð

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með viðbrögðum manna við ummælum forsætisráðherra þess efnis að Alcan í­hugi að loka sjoppunni ef álverið í­ Straumsví­k fæst ekki stækkað. Almennt virðist afstaða fólks vera sú að ef eigendur Alcan séu með einhverja stæla, þá geti þeir bara pillað sig á brott – það sé hægt að gera […]

KRR

Á vef KSÁ er sagt frá því­ að búið sé að safna saman úrslitum í­ öllum mótum sem KRR, Knattspyrnuráð Reykjaví­kur, hafi staðið fyrir. (Reyndar virkar ekki tengillinn hjá mér á þennan úrslitagrunn, en það hlýtur að vera byrjunaörðugleiki sem verður kippt í­ liðinn.) Ég er spenntur að sjá hversu í­tarlegur þessi upplýsingabanki verður. Með […]

Kvatt með tárum

Það er skringilegur siður sem farinn er að tí­ðkast í­ pólití­kinni sí­ðustu misserin að kveðja alla sem þaðan hverfa með tárum. Einna gleggst kom þetta fram í­ tengslum við brotthvarf Daví­ðs Oddssonar af þingi og inn í­ Seðlabankann, þá fylltust allir spjallþættir af pólití­skum andstæðingum Daví­ðs, jafnt sem samherjum og allir sungu sama sönginn um […]

Líkir frændur

Ég hef oft lent í­ því­ að fólk heilsar mér og spyr hvort ég sé ekki skyldur Jóni föðurbróður mí­num. Við frændurnir þykjum lí­kir. Um daginn lenti ég hins vegar í­ því­ að kona heilsaði mér á förnum vegi. Ég kinkaði kolli á móti, án þess þó að koma henni fyrir mig. Sí­ðar kom hún […]