Er fyrst núna að skríða saman eftir sigurhátíð gærkvöldsins. Stemningin í FRAM-heimilinu fyrir leik og meðan á honum stóð var frábær. Húsið var troðfullt og áhorfendur í miklu stuði. Víkingur/Fjölnir var auðveld bráð, eiginlega fullauðveld fyrir jafnmikilvægan leik. Undir rest var þeim öllum lokið og máttu eiginlega þakka fyrir að tapa ekki með meira en …
Monthly Archives: apríl 2006
Firring
Horfði á kvöldfréttir Sjónvarpsins í gær. Þar var bankastjóri Landsbankans – Sigurjón, þessi sem einu sinni var í Búnaðarbankanum – að segja frá hagnaði fyrirtækisins á einhverju uppgjörstímabili. Tölurnar voru háar, svo til að setja þær í „skiljanlegra samhengi“ tók hann fram hvað það væri hægt að kaupa mörgþúsund fimmmiljónkrónu jeppa fyrir gróðann. Hversu firrtir …
Allt að gerast í Rafheimum
Það er mikil gleði á Minjasafninu í dag. Prentsmiðjan sendi okkur nýju Rafheima-möppurnar sem dreift er til skólahópa sem heimsækja Rafheima. Íslenska auglýsingastofan sá um að gera þessa nýju möppu og hún er þakin stórum og björtum litmyndum í stað svarthvítu/koparáferðarinnar sem var á öllu prentefni Orkuveitunnar til skamms tíma. 9. bekkur Laugalækjarskóla er í …
Bosman
Hlustaði á langt viðtal í hádegisfréttunum við forsvarsmann Keflvíkinga í körfuboltanum sem flytur tillögu á ársþingi KKÁ þess efnis að reglum um erlenda leikmenn verði breytt. Nú er heimilt að hafa einn bandarískan leikmann, en ekkert þak er á fjölda Evrópumanna. Evrópubúarnir eru kallaðir Bosman-leikmenn með vísun í hið fræga Bosman-mál í fótboltanum. Keflvíkingurinn taldi …
Til hamingju Færeyjar
Á vikunni verða Norðureyjagöngin á Færeyjum tekin í gagnið. Það er stór áfangi í samgöngumálum eyjanna og mikilvæg viðbót við frábært vegakerfi. Hinar greiðu samgöngur milli staða á Færeyjum eru lykilatriði í því hversu góður ferðamannastaður þær eru. Við Steinunn fórum um velflestar af eyjunum sumarið 2002, en gistum allan tímann í Þórshöfn. Á þeim …
Aðeins of sein…
Á gær lærði Ólína nýtt trikk. Hún kann að blása. Það hlýtur að vera svekkjandi að tileinka sér þessa nýju tækni DAGINN EFTIR afmælið sitt, þar sem þessi færni hefði vissulega komið að góðum notum.
Exbé – leiðrétting
Um daginn bloggaði ég um Exbé-auglýsingar Framsóknarflokksins. Mér fannst fyndið að nafn flokksins væri svona rækilega falið í auglýsingunum og taldi það gert af ráðnum hug. Björn Ingi leiðrétti mig í athugasemdakerfinu. Þar sagði: Sæll gamli vinur, Takk fyrir að benda á auglýsingarnar okkar. En skýringin á exbé og B-listanum er ekki jafn dramatísk og …
Búinn á því
Úff. Ég er gjörsamlega uppgefinn. Hvers vegna er ekki útskýrt í mæðraskoðuninni hjá Heilsugæslunni að barnaafmæli séu svona slítandi. Samt voru sárafáir gestir og börnin bara þrjú – þar af eitt sem hreyfði sig varla úr kjöltu mömmu sinnar… Hvernig verður þetta eftir nokkur ár? Getum við ekki gerst Vottar Jehóva? Þeir halda ekki upp …
Ár
Ólína er ársgömul. Eins og manni getur fundist tíminn vera fljótur að líða, þá er furðulegt að hugsa til þess að ekki sé lengra síðan hún fæddist. Mér finnst hún alltaf hafa verið til. Metnaðarfullar áætlanir þess efnis að kenna barninu að ganga fyrir eins árs afmælið gengu ekki eftir. Það vantar þó bara herslumuninn. …
Ástarsagan
Á morgun hringdi í mig blaðakona frá Hér og nú. Hún vildi fá mig í viðtal fyrir einhvern dálk í blaðinu þar sem fólk segir sögur af því þegar það fór að slá sér upp með makanum. Ég afþakkaði pent. Er það ekki sönnun þess að Ísland sé of lítið fyrir vikuleg slúðurblöð þegar ástarmál …