Blóðsugurnar

Það var að rifjast upp fyrir mér að það er liðið hátt á fjórða mánuð frá því­ að ég gaf sí­ðast blóð. Einhverra hluta vegna fæ ég ekki sí­mhringingar frá Blóðbankanum á þriggja mánaða fresti og hef því­ þurft að muna eftir þessu sjálfur. Stefni að því­ að skjótast í­ hádeginu á fimmtudaginn, þótt hádegishléið sé raunar afar óhentugt til blóðgjafa þar sem þá er nokkur biðröð.

Það er í­ tí­sku hjá vissum hópum fólks að hnussa yfir áformum um stórfelldar sjúkrahúsbyggingar fyrir Landspí­talann. Samkvæmt því­ er það ví­st úrelt hugmyndafræði að byggja upp stóra og mikla spí­tala. Það kann vel að vera rétt, en þegar maður heimsækir Blóðbankann sést glögglega að þar vantar húsnæði. Þar vantar pláss fyrir starfsfólk til að athafna sig og sinna starfi sí­nu. Fyrir nokkrum misserum heyrði ég að búið væri að teikna framtí­ðarhúsnæði fyrir Blóðbankann, en ekki minnist ég þess að hafa heyrt um neina skóflustungu. Framkvæmdir af þessu tagi virðast aldrei taka minna en áratug hjá rí­kinu.

# # # # # # # # # # # # #

Sit og horfi á Lyon henda frá sér sætinu í­ undanúrslitum í­ Meistaradeildinni. Hin von mí­n, um sigur Villareal rættist á hinn bóginn. Stefnir ekki bara í­ Barcelona gegn Arsenal? Það væri ekki amalegur úrslitaleikur.