Á morgun hringdi í mig blaðakona frá Hér og nú. Hún vildi fá mig í viðtal fyrir einhvern dálk í blaðinu þar sem fólk segir sögur af því þegar það fór að slá sér upp með makanum. Ég afþakkaði pent.
Er það ekki sönnun þess að Ísland sé of lítið fyrir vikuleg slúðurblöð þegar ástarmál safnvarða þykja fréttamatur?
Annars á ég einhversstaðar líflega bloggfærslu um þetta mál. Þar komu Egill Helgason, Haraldur Blöndal og óður maður með sveðju meðal annars við sögu…
# # # # # # # # # # # # #
Síðasta kennslustundin í vísindasögunámskeiðinu verður seinnipartinn. Umfjöllunarefnið: vísindaskáldsögur – með áherslu á líf á öðrum hnöttum.