Búinn á því

Úff. Ég er gjörsamlega uppgefinn. Hvers vegna er ekki útskýrt í­ mæðraskoðuninni hjá Heilsugæslunni að barnaafmæli séu svona slí­tandi.

Samt voru sárafáir gestir og börnin bara þrjú – þar af eitt sem hreyfði sig varla úr kjöltu mömmu sinnar…

Hvernig verður þetta eftir nokkur ár?

Getum við ekki gerst Vottar Jehóva? Þeir halda ekki upp á afmæli – eða voru það jólin?