Allt að gerast í Rafheimum

Það er mikil gleði á Minjasafninu í­ dag. Prentsmiðjan sendi okkur nýju Rafheima-möppurnar sem dreift er til skólahópa sem heimsækja Rafheima. Íslenska auglýsingastofan sá um að gera þessa nýju möppu og hún er þakin stórum og björtum litmyndum í­ stað svarthví­tu/koparáferðarinnar sem var á öllu prentefni Orkuveitunnar til skamms tí­ma.

9. bekkur Laugalækjarskóla er í­ heimsókn. Góðir hópar úr 9. og 10. bekk eru skemmtilegustu gestirnir. Tí­u ára börnin eru ágæt, en það er hægt að spjalla miklu meira við unglingana og fá þau til að pæla virkilega í­ hlutunum.

Á svona dögum finnst mér ég vera í­ einhverju skemmtilegasta starfi sem hægt er að hugsa sér.