Bosman

Hlustaði á langt viðtal í­ hádegisfréttunum við forsvarsmann Keflví­kinga í­ körfuboltanum sem flytur tillögu á ársþingi KKÁ þess efnis að reglum um erlenda leikmenn verði breytt. Nú er heimilt að hafa einn bandarí­skan leikmann, en ekkert þak er á fjölda Evrópumanna. Evrópubúarnir eru kallaðir Bosman-leikmenn með ví­sun í­ hið fræga Bosman-mál í­ fótboltanum.

Keflví­kingurinn taldi fyrirkomulagið afleitt og færði fyrir því­ ýmis rök. Þess í­ stað vill félagið að reglum verði breytt á þann veg að einungis verði leyfðir tveir útlendingar í­ liði – óháð uppruna.

Nú kann vel að vera að þessi tillaga yrði til bóta og styrkti körfuboltaliðin í­ landinu, en það skiptir bara engu máli. Bosman-reglan er tilkomin vegna dóms sem varðaði atvinnufrelsisákvæði Evrópusambandsins ekki satt? írþing KKÁ getur því­ ekki numið hana úr gildi, hversu góður sem rökstuðningurinn kann að vera. Auðvitað er hægt að heimila fleiri bandarí­ska leikmenn, en það verður ekki lokað á EES-leikmenn með tillögu á borð við þessa.

Hitt er stærri spurning – hvers vegna í­ ósköpunum er ég að hafa skoðun á eihverjum körfuboltamálum?