Firring

Horfði á kvöldfréttir Sjónvarpsins í­ gær. Þar var bankastjóri Landsbankans – Sigurjón, þessi sem einu sinni var í­ Búnaðarbankanum – að segja frá hagnaði fyrirtækisins á einhverju uppgjörstí­mabili.

Tölurnar voru háar, svo til að setja þær í­ „skiljanlegra samhengi“ tók hann fram hvað það væri hægt að kaupa mörgþúsund fimmmiljónkrónu jeppa fyrir gróðann.

Hversu firrtir mega menn vera til þess að nota fimmmiljónkrónu jeppa sem þægilega viðmiðun í­ útreikningum?

# # # # # # # # # # # # #

Middlesborough vann ótrúlegan sigur í­ gær á Stjörnunni. Liðið er komið í­ úrslit Evrópukeppni félagsliða og gæti alveg farið þar með sigur af hólmi. Það yrði í­ fyrsta sinn sem lið yrði Evrópumeistari án þess að hafa nokkru sinni unnið titil í­ heimalandi sí­nu. Merkilegt.