Er fyrst núna að skríða saman eftir sigurhátíð gærkvöldsins. Stemningin í FRAM-heimilinu fyrir leik og meðan á honum stóð var frábær. Húsið var troðfullt og áhorfendur í miklu stuði. Víkingur/Fjölnir var auðveld bráð, eiginlega fullauðveld fyrir jafnmikilvægan leik. Undir rest var þeim öllum lokið og máttu eiginlega þakka fyrir að tapa ekki með meira en tuttugu mörkum.
Um kvöldið var slegið upp veislu í nýja salnum. Þar sátum við Rabbi og Valur fram yfir klukkan tvö og spjölluðum við hina og þessa. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir andann í félaginu að vinna titla á borð við þennan. FRAMarar bera höfuðið hátt þessa dagana.
* Hrósið fær handknattleiksdeild Hauka sem sendi veglegan blómvönd með hamingjuóskum í FRAM-heimilið.
* Skammirnar fær Samfylkingin sem mætti snemma um morguninn og kom stóru Samfylkingar-rútunni fyrir á bílastæðinu beint fyrir framan innganginn í húsið og skildi þar eftir án þess að spyrja kóng né prest. Þetta er hreinn dónaskapur og bakaði Samfylkingunni litlar vinsældir í Safamýrinni í gær. Látum gott heita þótt þau hafi mætt með rútuna, en það er lágmark að biðja um leyfi eða velja henni stað aðeins meira afsíðis. Svona gerir maður ekki!
# # # # # # # # # # # # #
Hearts rúllaði yfir Celtic í skoska boltanum. Þar með er meistaradeildarsætið nánast í höfn á kostnað Rangers. Næsta keppnistímabil gæti orðið MJÖG áhugavert í Skotlandi – einkum ef vel tekst til við ráða stjóra.
Luton endaði tímabilið í tíunda sæti – ellefu sætum fyrir ofan QPR (Stebbi Hagalín verður sko minntur rækilega á það fram á næsta haust…)
Þetta er í sjálfu sér ágæt niðurstaða, einkum ef Watford mistekst að komast áfram úr umspilinu.
# # # # # # # # # # # # #
Ég skil ekki stjórnmál.
Tony Blair kemst upp með að leiða Breta út í stríðið í írak, en gæti hrökklast úr embætti vegna þess að aðstoðarmaður hans svaf hjá ritaranum sínum. Er það bara mér sem finnst þetta kjánalegt?