Lífsbjörg í Norðurhöfum

Getraun dagsins (gærdagsins) fjallaði sem sagt um fárið í­ samfélaginu eftir að Lí­fsbjörg í­ Norðurhöfum, heimildarmynd Magnúsar Guðmundssonar var sýnd hér á landi um páskana 1989. Myndin gekk út á að Íslendingar væru göfug veiðimannaþjóð í­ tengslum við náttúruna og að ástæða þess að umhverfisverndarsamtök í­ útlöndum ömuðust við hvalveiðum okkar væri fjárplógsstarfsemi. Þegar ég …

Getraun dagsins, 3. vísbending

Sá mikli þingskörungur Jón Sæmundur Sigurjónsson greip til enn einnar samlí­kingarinnar til að lýsa hinum meintu ofsóknum. Hann rifjaði upp sögu af manni nokkrum sem lenti í­ útistöðum við mafí­una. Þegar mafí­ósarnir skutu hann, gerðu þeir það með huggunarorðunum: þetta er ekkert persónulegt, bara bissnes… Og enn er spurt: hverjir voru ofsækjendurnir og hverjir fórnarlömbin?

Getraun dagsins, 2. vísbending

Teiknarinn Sigmund gerði sér mat úr þessum ofsóknum. Hann greip þó ekki til lí­kingar við nasista og gyðingaofsókna, heldur við ofsatrúarmenn sem vildu drepa Salman Rushdie að boði Æjatóla Kómeiní­s. Hverjir ofsóttu og hverjir voru ofsóttir?

Getraun dagsins

Á fyrri hluta árs 1989 tók Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanrí­kisráðherra Íslands, mjög sterkt til orða þegar hann lí­kti því­ sem hann taldi ofsóknir hóps nokkurs gagnvart öðrum hóp við ofsóknir nasista gegn gyðingum. Nú er spurt: hverjir voru þessir nýju nasistar og hverjir voru í­ hlutverki ofsóttu gyðinganna?

HM 1962

Horfði á þátt um HM í­ Chile 1962 á Sýn áðan. Þetta hefur lengi verið ein af mí­num uppáhaldskeppnum, að hluta til vegna þess hversu lí­tið ég veit um hana og að hluta til vegna þess hversu  „minni spámenn“ létu mikið til sí­n taka í­ henni. Allan fróðleik minn um keppnina í­ Chile hafði ég …

Páskunum bjargað

Páskarnir eru tí­mi leiðinlegra sjónvarpsmynda með óljósa Biblí­ulega tengingu. Sömuleiðis eru þeir tí­mi splatterfrétta af x-mörgum óðum Filipseyingum sem krossfesta sig til að minnast pí­sla Krists. Aldrei hef ég skilið almennilega hvernig þeir ná að negla í­ gegnum seinni höndina. Almennt séð eru páskarnir frekar fúl hátí­ð, nema fyrir reykví­ska skí­ðamenn – en yfirleitt eru …

Alvöru karlar

Er að manna mig upp í­ að lesa ritgerðasafnið Pandora´s Hope eftir Bruno Latour, sem er vitaskuld svalasti ví­sindafélagsfræðingur samtí­mans. Einkunnarorð bókarinnar eru fengin frá Imre Lakatos sem skrifaði eitt sinn til Feyeranbends: Lucifer is the chap who brings false light … I am shrouding them in the darkness of truth. Ég spyr: er hægt …

Dauði Baldurs

Skoðaði heimasí­ðu Peters Madsens, höfundar Valhalla-bókanna, í­ leit að fréttum af útgáfu nýjustu bókarinnar: Balladen om Balder. Nú hefur hún verið tí­masett í­ september en sagan sjálf birtist í­ áföngum í­ helgarblaði Jótlandspóstsins. Óhætt er að segja að bókin lofi góðu. Á sí­ðunni kemur fram að auk sögunnar um dauða Baldurs hyggist Madsen gera tvær …

Það er ekkert annað…

„Ísland hefur til þessa verið nokkuð friðsamlegt land. Eða að minnsta kosti frá því­ að Sturlungaöld lauk. Að ég held.“ Glúmur Baldvinsson í­ inngangi að frétt NFS um deilur vegna ráðningar sóknarprests í­ Kebblaví­k.

Exbé

Það var áberandi í­ prófkjörsbaráttunni hjá mí­num gamla vini og félaga Birni Inga fyrr í­ vetur, hvað hann skaut sér undan því­ í­ auglýsingunum sí­num að nefna Framsóknarflokkinn á nafn. Þannig var alltaf auglýst að Björn Ingi ætti að vera í­ fyrsta sæti í­ Reykjaví­k – en ekki í­ fyrsta sæti á lista Framsóknar. Þetta …