Getraun dagsins (gærdagsins) fjallaði sem sagt um fárið í samfélaginu eftir að Lífsbjörg í Norðurhöfum, heimildarmynd Magnúsar Guðmundssonar var sýnd hér á landi um páskana 1989. Myndin gekk út á að Íslendingar væru göfug veiðimannaþjóð í tengslum við náttúruna og að ástæða þess að umhverfisverndarsamtök í útlöndum ömuðust við hvalveiðum okkar væri fjárplógsstarfsemi. Þegar ég …
Monthly Archives: apríl 2006
Getraun dagsins, 3. vísbending
Sá mikli þingskörungur Jón Sæmundur Sigurjónsson greip til enn einnar samlíkingarinnar til að lýsa hinum meintu ofsóknum. Hann rifjaði upp sögu af manni nokkrum sem lenti í útistöðum við mafíuna. Þegar mafíósarnir skutu hann, gerðu þeir það með huggunarorðunum: þetta er ekkert persónulegt, bara bissnes… Og enn er spurt: hverjir voru ofsækjendurnir og hverjir fórnarlömbin?
Getraun dagsins, 2. vísbending
Teiknarinn Sigmund gerði sér mat úr þessum ofsóknum. Hann greip þó ekki til líkingar við nasista og gyðingaofsókna, heldur við ofsatrúarmenn sem vildu drepa Salman Rushdie að boði Æjatóla Kómeinís. Hverjir ofsóttu og hverjir voru ofsóttir?
Getraun dagsins
Á fyrri hluta árs 1989 tók Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi utanríkisráðherra Íslands, mjög sterkt til orða þegar hann líkti því sem hann taldi ofsóknir hóps nokkurs gagnvart öðrum hóp við ofsóknir nasista gegn gyðingum. Nú er spurt: hverjir voru þessir nýju nasistar og hverjir voru í hlutverki ofsóttu gyðinganna?
HM 1962
Horfði á þátt um HM í Chile 1962 á Sýn áðan. Þetta hefur lengi verið ein af mínum uppáhaldskeppnum, að hluta til vegna þess hversu lítið ég veit um hana og að hluta til vegna þess hversu „minni spámenn“ létu mikið til sín taka í henni. Allan fróðleik minn um keppnina í Chile hafði ég …
Páskunum bjargað
Páskarnir eru tími leiðinlegra sjónvarpsmynda með óljósa Biblíulega tengingu. Sömuleiðis eru þeir tími splatterfrétta af x-mörgum óðum Filipseyingum sem krossfesta sig til að minnast písla Krists. Aldrei hef ég skilið almennilega hvernig þeir ná að negla í gegnum seinni höndina. Almennt séð eru páskarnir frekar fúl hátíð, nema fyrir reykvíska skíðamenn – en yfirleitt eru …
Alvöru karlar
Er að manna mig upp í að lesa ritgerðasafnið Pandora´s Hope eftir Bruno Latour, sem er vitaskuld svalasti vísindafélagsfræðingur samtímans. Einkunnarorð bókarinnar eru fengin frá Imre Lakatos sem skrifaði eitt sinn til Feyeranbends: Lucifer is the chap who brings false light … I am shrouding them in the darkness of truth. Ég spyr: er hægt …
Dauði Baldurs
Skoðaði heimasíðu Peters Madsens, höfundar Valhalla-bókanna, í leit að fréttum af útgáfu nýjustu bókarinnar: Balladen om Balder. Nú hefur hún verið tímasett í september en sagan sjálf birtist í áföngum í helgarblaði Jótlandspóstsins. Óhætt er að segja að bókin lofi góðu. Á síðunni kemur fram að auk sögunnar um dauða Baldurs hyggist Madsen gera tvær …
Það er ekkert annað…
„Ísland hefur til þessa verið nokkuð friðsamlegt land. Eða að minnsta kosti frá því að Sturlungaöld lauk. Að ég held.“ Glúmur Baldvinsson í inngangi að frétt NFS um deilur vegna ráðningar sóknarprests í Kebblavík.
Exbé
Það var áberandi í prófkjörsbaráttunni hjá mínum gamla vini og félaga Birni Inga fyrr í vetur, hvað hann skaut sér undan því í auglýsingunum sínum að nefna Framsóknarflokkinn á nafn. Þannig var alltaf auglýst að Björn Ingi ætti að vera í fyrsta sæti í Reykjavík – en ekki í fyrsta sæti á lista Framsóknar. Þetta …