Eldri

Jæja, enn einn afmælisdagurinn að baki. Ég, Stebbi Hagalí­n, Geir Haarde og Búdda höfðum allir ástæðu til að gleðjast í­ gær. Hagalí­n og Vala kona kona hans litu raunar í­ stutta heimsókn undir miðnættið. Við hefðum látið þau stoppa lengur ef húsið hefði ekki verið fullt af næturgestum. Tengdapabbi, Helga og Magnea gistu nefnilega hjá …

Breytingar á ríkisstjórninni

Á nótt dreymdi mig að haldinn væri blaðamannafundur á vegum forsætisráðherra þar sem tilkynntar voru breytingar á rí­kisstjórninni. Björn Bjarnason gerðist rí­kislögreglustjóri, stór verkefni dómsmálaráðuneytisins færðust til menntamálaráðherra en Agnes Bragadóttir kom öllum að óvörum inn í­ stjórnina sem dómsmálaráðherra. Koma hér upp í­ hugann hin fleygu ummæli Barts Simpson: Pfft, even your dreams are …

Blóðsugurnar

Það var að rifjast upp fyrir mér að það er liðið hátt á fjórða mánuð frá því­ að ég gaf sí­ðast blóð. Einhverra hluta vegna fæ ég ekki sí­mhringingar frá Blóðbankanum á þriggja mánaða fresti og hef því­ þurft að muna eftir þessu sjálfur. Stefni að því­ að skjótast í­ hádeginu á fimmtudaginn, þótt hádegishléið …

Plága

Á morgun, miðvikudag, ætla ég að rifja upp MSc-ritgerðina mí­na um deilur fræðimanna um orsakir Svarta dauða í­ ví­sindasögunámskeiðinu í­ VRII. Tí­minn hefst kl. 16:05. Gestir velkomnir meðan húsrúm leyfir. (Erum á fyrstu hæð í­ norðurenda hússins.) # # # # # # # # # # # # # Kvöldmatur í­ Frostaskjólinu, svo ekki …

Reykingar bannaðar í gasklefanum

Guðmundur Andri Thorsson kveður lesendur sí­na í­ Fréttablaðinu í­ dag. Hann skrifar dramatí­skan pistil um að enginn skilji hvað pistlarnir hans séu djúpir og fjalli um málin frá öllum hliðum og að menn séu leiðinlegir við hann í­ fermingarveislum eða heita pottinum í­ Vesturbæjarlauginni vegna þeirra. Að lokum klykkir hann út með því­ að hann …

Harðfiskur

Tengdapabbi, Helga og Magnea komu á föstudaginn til Reykjaví­kur og verða í­ viku. Þau höfðu í­ farteskinu hestburði af harðfiski, sem ég hakka í­ mig eins og fí­nn maður. Jafnframt er í­sskápurinn nú fullur af ljúffengum laxaflökum. Það verður ofnbakaður lax í­ matinn á morgun. # # # # # # # # # # …

KR-stripp

Ætli nokkru öðru í­þróttafélagi en KR-ingum hefði dottið í­ hug að ráða nektardansmeyjar á karlakvöld? Lí­klega hefur sami náungi fengið þessa hugmynd og sem kom því­ til leiðar um árið að félagið keypti sér bar, Rauða ljónið. Borgarstjóri Reykví­kinga mætti í­ viðtal vegna þessa máls og sagðist almennt séð ekki skipta sér af því­ hvað …