Reykjavíkurblaðið Svipan andæfir 1.júní 1912 tilskipun borgarstjóra um salernahreinsun í bænum: Það er næsta einkennilegt og furðanlegt, að borgarstjóri skuli hér setja einokun á húseigendur og þá, sem húsum hafa að ráða hér í bænum, til þess að favauriera þenna nýuppdubbaða skítkeyrslumann, sem eftir resolutioninni hefir enga abyrgð með að leysa verk sitt sómasamlega af …
Monthly Archives: maí 2006
Úlpumatur
Sumarið er tíminn, þegar mér þykir best… að vappa um í gula vestinu mínu. Gula vestið, sem minnir í senn á klæðnað veiðimanna og stöðumælavarða, er uppáhaldsflíkin mín. Aðdáun mín á þessari flík er minnihlutaafstaða. Öllum vinum mínum finnst hún hláleg og ljót. Mamma fær hroll þegar hún sér mig í henni. Steinunn segir ekki …
Styttur bæjarins
Aulavilla dagsins í Fréttablaðinu er í fylgiblaðinu Allt – um fasteignir. Þar er myndasyrpa frá Hlemmsvæðinu og má meðal annars sjá fína mynd af klyfjahesti ísmundar Sveinssonar. Á myndatexta stendur: Vatnsberinn eftir ísmund Sveinsson var nýlega fluttur á Hlemm. Stuna!
Eyþórsmálið
Nú er ég alveg hættur að botna í þessu Eyþórs Arnalds-máli. Samkvæmt fréttum í dag er Eyþór snúinn aftur sem oddviti hjá íhaldinu í írborg. Samkvæmt NFS lítur hann á úrslit kosninganna sem traustsyfirlýsingu – það er sem sagt ekki lengur þörf á að bíða eftir að málið gangi sinn gang í dómskerfinu, eins og …
Vandi Frjálslyndra
Svona fóru þá þessar kosningar. Vinstri græn gátu kæst yfir ýmsu. Sérstaklega er gaman að sjá stórrokkhljómsveitina Gildruna hljóta uppreisn æru sem stjórnmálaafl í Mosfellsbæ. Ragga Ríkharðs hefði kannski betur sleppt því að senda út ávísanirnar? Nú er stóra spurningin: hvernig verður meirihlutinn í Reykjavík skipaður. Fyrirfram mætti telja stjórn íhaldsins og Frjálslynda flokksins líklegasta, …
Sjáumst í kvöld
Vænti þess að hitta sem flesta lesendur þessarar síðu hér í kvöld. Allir velkomnir.
Sagnir
Fékk Sagnir, tímarit sagnfræðinema inn um lúguna í dag. Blaðið lítur ágætlega út við fyrstu sýn. Á það minnsta eru nokkrar greinar sem ég gæti vel hugsað mér að lesa. Einhverra hluta vegna er talsverð áhersla á það sem kalla mætti jaðarfyrirbæri í íslenskri stjórnmálasögu, s.s. félög Kúbu- og Albaníuvina. Þetta er reyndar dæmigert fyrir …
Hallgrímur Helgason
Hallgrímur Helgason skrifar í Fréttablaðið í morgun og upplýsti að fyrir fjórum árum hafi hann kosið Björn Bjarnason og Sjálfstæðisflokkinn. Hann sér mikið á eftir þessu og útskýrir að þetta hafi hann gert vegna þess að R-listinn hafi verið svo slappur fyrstu tvö kjörtímabilin en síðan farið á kostum 2002-2006. Þetta er afar athyglisverð söguskoðun. …
Að loknu Söguþingi
Söguþingi er lokið. Ég skemmti mér vel. Nett ættarmótsstemning á þessum samkomum. Þingveislan á Borginni tókst vel. Ræðan mín virtist mælast vel fyrir og vonandi hefur enginn móðgast yfir bröndurunum. Hópur veislugesta endaði á Rósenberg. Ég sat þar alltof lengi og og drakk alltof mikið. Dagurinn fór því í þynnku. Það voru færri gestir á …
Hættið þessu væli
Eins og allir vita er ég í hópi þolinmóðari og umburðarlyndari manna. Eitt af því sem fer hins vegar óskaplega mikið í taugarnar á mér er þegar fólk kann ekki að reikna. Angi af því er tuðið yfir að Evrópusöngvakeppnin sé orðin að Austur-Evrópukeppni. Auðvitað eru mörg Austur-Evrópulönd í úrslitakeppninni – enda eru svö mörg …