Eru ekki einhverjir sagnfræðingar að lesa þessa síðu?
Ég er að velta fyrir mér Vínarbörnunum 1919 og afdrifum þeirra.
Síðla árs 1919 braust út hungursneyð í Vín í Austurríki. Íslensk stjórnvöld buðust í kjölfarið til að taka að sér 100 börn og koma í fóstur. Hjálparstofnanir munu hafa haft milligöngu um að finna einhverja tugi barna (u.þ.b. 70 börn), sem Íslendingar ætluðu að taka við.
Þekkir einhver þessa sögu? Hefur verið skrifað um þetta?
* Komu Vínarbörnin til Íslands?
* Hversu mörg urðu þau að lokum?
* Settust börnin að hér á landi til frambúðar?
* Þekkir einhver til fólks sem hingað kom í þessum hópi?
Vonandi getur einhver klókur lesandi varpað ljósi á málið.