Fengið á baukinn

Úff, núna eru þeir Framsóknarmenn svo sannarlega búnir að rassskella mig. Á vefriti sí­nu benda þeir á að Vinstrihreyfingin-grænt framboð sé einatt skammstafað VG og þess vegna sé bara kjánalegt af okkur kommunum að strí­ða Framsókn á Exbé-heitinu.

Hér er ég augljóslega orðinn heimaskí­tsmát og mun hugsa mig tvisvar um áður en ég hjóla aftur Framsóknarmenn. Lesið endilega færsluna hérna…