Hættið þessu væli

Eins og allir vita er ég í­ hópi þolinmóðari og umburðarlyndari manna. Eitt af því­ sem fer hins vegar óskaplega mikið í­ taugarnar á mér er þegar fólk kann ekki að reikna. Angi af því­ er tuðið yfir að Evrópusöngvakeppnin sé orðin að Austur-Evrópukeppni.

Auðvitað eru mörg Austur-Evrópulönd í­ úrslitakeppninni – enda eru svö mörg þátttökulönd frá Austur-Evrópu.

Ef skoðað er hlutfallið í­ úrslitakeppninni kemur í­ ljós að Austur-Evrópa er undirpresenteruð ef eitthvað er!

Eitt landsvæði sker sig þó úr. Fjögur af Norðurlöndunum fimm verða með í­ úrslitakeppninni annað kvöld. Það er 80%. Þetta er augljóslega galið hlutfall og ætti að kalla á umræður um það hvort ekki sé einhver meinsemd í­ keppnisfyrirkomulaginu sem hygli lögum frá Skandinaví­u sérstaklega.

En nei – vegna þess að eitt Norðurlandanna fimm féll úr keppni, þannig að þau ná ekki 100% þátttökuhlutfalli í­ úrslitum, þá er þetta orðin Söngvakeppni Austur-Evrópu…