Hallgrímur Helgason

Hallgrí­mur Helgason skrifar í­ Fréttablaðið í­ morgun og upplýsti að fyrir fjórum árum hafi hann kosið Björn Bjarnason og Sjálfstæðisflokkinn. Hann sér mikið á eftir þessu og útskýrir að þetta hafi hann gert vegna þess að R-listinn hafi verið svo slappur fyrstu tvö kjörtí­mabilin en sí­ðan farið á kostum 2002-2006.

Þetta er afar athyglisverð söguskoðun. Ég hélt að flestir væru sammála um að R-listinn hafi einmitt átt sí­nar bestu stundir fyrstu árin, en sí­ðan fatast flugið og leiðst út í­ innanhúsátök og leiðindi. Þess utan sýnist mér að drjúgur hluti þeirra verkefna sem Hallgrí­mur telur upp sem dæmi um hin frábæru verk þriðja kjörtí­mabilsins hafi verið hafin 2002 þegar rithöfundurinn studdi Björn Bjarnason. Svona geta menn séð pólití­kina í­ ólí­ku ljósi.

# # # # # # # # # # # # #

Helv. Watford komst upp í­ efstu deild. Það þýðir að stuðningsmenn þeirra verða gjörsamlega óþolandi á Luton-spjallborðinu næsta vetur – nema reyndar ef liðið verður á svipuðu róli og Sunderland í­ ár. Það er svo sem ekki ólí­kleg staða.

# # # # # # # # # # # # #

Það er verið að taka Hótel Borg í­ gegn og eigendurnir lofa stórglæsilegu hóteli og veitingastað eftir breytingar. Það verður gaman að sjá hvort bókaskápurinn sem er fullur af ensku laga- og reglugerðarsafni í­ 150 bindum mun fá að halda sér. Nákvæmlega hvað á að vera töff við slí­kt „bókasafn“?