Sagnir

Fékk Sagnir, tí­marit sagnfræðinema inn um lúguna í­ dag. Blaðið lí­tur ágætlega út við fyrstu sýn. Á það minnsta eru nokkrar greinar sem ég gæti vel hugsað mér að lesa.

Einhverra hluta vegna er talsverð áhersla á það sem kalla mætti jaðarfyrirbæri í­ í­slenskri stjórnmálasögu, s.s. félög Kúbu- og Albaní­uvina. Þetta er reyndar dæmigert fyrir skrif sagnfræðinga um stjórnmálasögu – sagnfræðingar hafa yfirleitt smáflokkadellu. Sagnfræðingar skrifa um grí­nframboð, einsmálshreyfingar og flokka sem engu flugi náðu – hins vegar leggja þeir sjaldnast í­ stóru stjórnmálahreyfingarnar, heldur láta þær blaðamönnum og stjórnmálafræðingum eftir.

Á Sögu, tí­mariti Sögufélags hefur birst í­ það minnsta ein heillöng grein um Framboðsflokkinn 1971, en ég man ekki eftir einni einustu grein um Sjálftæðisflokkinn. Skrí­tið.

Sjálfur var ég fenginn til að skrifa ritdóm í­ þetta tölublað Sagna. Ekki tókst nú betur til en svo við umbrot blaðsins en að athugasemdir prófarkarlesara voru birtar sem aftanmálsgreinar mí­nar (sem voru raunar kallaðar neðanmálsgreinar). Lesendur munu því­ væntanlega ekki botna neitt í­ neinu.
# # # # # # # # # # # # #

Á dag komst ég í­ að skoða SS-húsið á Kirkjusandi. Það er mögnuð bygging. Fáránlega stór og með ólí­kindum að hún sé ekki nýtt af neinu viti.

Með þessu húsi mætti leysa húsnæðisvanda margra safna sem eru á hrakhólum. Mér kemur strax til hugar Náttúrufræðisafnið.

# # # # # # # # # # # # #

Mætti í­ kvöld með Ólí­nu í­ stúdentsveislu Guðmundar Þóris frænda mí­ns. Barnið lak útaf í­ bí­lnum á leiðinni heim og fékkst ekki til að vakna fyrir kvöldpelann. Hún mun því­ væntanlega rí­fa sig upp eldsnemma eða um miðja nótt, sársvöng og pirruð. Koma tí­mar, koma ráð.