Eyþórsmálið

Nú er ég alveg hættur að botna í­ þessu Eyþórs Arnalds-máli. Samkvæmt fréttum í­ dag er Eyþór snúinn aftur sem oddviti hjá í­haldinu í­ írborg. Samkvæmt NFS lí­tur hann á úrslit kosninganna sem traustsyfirlýsingu – það er sem sagt ekki lengur þörf á að bí­ða eftir að málið gangi sinn gang í­ dómskerfinu, eins og áður hafði verið talað um.

En nú skil ég ekki – sagði Eyþór Arnalds ekki einmitt af sér oddvitastöðunni fyrir kosningar til þess að kosningarnar snérust EKKI um ölvunarakstursmál Eyþórs. Lagði Eyþór ekki einmitt áherslu á að fólk ætti ekki að refsa flokknum fyrir afbrot hans í­ kosningunum?

Á ljósi þess, hvernig geta úrslit kosninganna á nokkurn hátt verið traustsyfirlýsing við Eyþór? Það verður ekki bæði sleppt og haldið.