Rutt út úr geymslunni

Við höfum staðið í­ stórræðum á Minjasafninu sí­ðustu tvo daga. Geymslan í­ kjallaranum hefur verið tekin í­ gegn og ýmsu hent. Reyndar er ekki verið að henda safngripum, heldur ýmiskonar sýningarbúnaði – s.s. skápum, flekum og kössum af ýmsum stærðum og gerðum. ístæðan fyrir því­ að svona hlutir safnast fyrir í­ geymslunni er sú að …

Njósnakapallinn

Á framhaldi af sí­ðasta bloggi… Úr því­ að Kaninn er að loka herstöðinni er sjálfsagt að rifja upp gamla kröfu: Látum njósnakapalinn í­ hendur Hafrannsókarstofnunar. Hún gæti eflaust notað hann til að telja hvali…

Vegur um Ósabotna

Þess sér bráðum stað í­ í­slenska vegakerfinu að herinn sé að pakka saman. Á Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar, sem barst heim í­ gær, er auglýst útboð tengingar Garðskagavegar og Hafnavegar. Þessi vegtenging hefði ekki komið til greina hér fyrr á árum vegna njósnakapalsins sem þarna kom á land – að mig minnir í­ Þórshöfn. Eins og staðan …

Ósigurinn

Athugið: Við lestur þessarar færslu er rétt að hafa í­ huga að konan mí­n er stjórnmálamaður og makar stjórnmálamanna hafa rétt á að vera grimmir og langræknir – það stendur í­ starfslýsingunni. Ekki fór aðalfundurinn eins vel og vonir stóðu til. Steinunn hlaut 76 atkvæði gegn 103 atkvæðum sitjandi formanns. Á stórum dráttum má segja …

Fjölvís

Það styttist í­ kosningar. Ekki það að margir veiti þeim sérstaka athygli. Á mí­num huga hófst niðurlægingartí­mi kosninga á Íslandi þegar Fjölví­s hætti að gefa út litlu kosningabækurnar með myndum af efstu frambjóðendum og reitum fyrir fólk til að skrifa inn í­ allar tölur á kosninganótt. Auðvitað prenta öll dagblöðin slí­k kosningablöð, en það er …

Einu djobbinu færra

Á kvöld var fyrsti fundurinn í­ stjórn Friðarhússins eftir aðalfundinn á laugardaginn var. Nýja stjórnin er mjög vel mönnuð og hellir sér nú út í­ að safna hálfri milljón fyrir miðjan júní­ til að klára sí­ðustu skammtí­maskuldina. Eftir þann tí­ma verða afborganir og rekstur í­ föstum skorðum. Við erum 500 þúsund kalli frá okkar björtustu …

Rafmagnsdraumar

Nei, ég ætla ekki að leggja út af hinu frábæra lagi Human League. Efni viðtalsins sem getið var um í­ sí­ðasta bloggi var 90 ára gömul grein sem ég rambaði á og lýsir rafvæddu framtí­ðarheimili. Um hana skrifaði ég hér.

Útvarpið kl. 11

Jæja, gott fólk. Verð á Rás 1 kl. rétt rúmlega 11 á eftir að ræða um stórhuga framtí­ðarsýn sem lesa mátti um í­ einu Reykjaví­kurblaðanna haustið 1916 varðandi rafmagnsmál. Kannski meira um það sí­ðar.

Besti B-listi fyrr og síðar!

Um þessar mundir rjúka út barmmerki sem Ung vinstri græn framleiða með áletruninni: Aldrei kaus ég Framsókn. Þetta er sniðugt merki og mun fara ví­ða. Sakleysislegar ábendingar mí­nar varðandi nafn Framsóknarflokksins, hið meinta dulnefni Exbé og hvort framboð flokksins hafi í­ gegnum tí­ðina verið auglýst undir nafni hans eða B-listans hafa vakið nokkra athygli fjölmiðla …