Fengið á baukinn

Úff, núna eru þeir Framsóknarmenn svo sannarlega búnir að rassskella mig. Á vefriti sí­nu benda þeir á að Vinstrihreyfingin-grænt framboð sé einatt skammstafað VG og þess vegna sé bara kjánalegt af okkur kommunum að strí­ða Framsókn á Exbé-heitinu. Hér er ég augljóslega orðinn heimaskí­tsmát og mun hugsa mig tvisvar um áður en ég hjóla aftur …

Vínarbörnin 1919

Eru ekki einhverjir sagnfræðingar að lesa þessa sí­ðu? Ég er að velta fyrir mér Ví­narbörnunum 1919 og afdrifum þeirra. Sí­ðla árs 1919 braust út hungursneyð í­ Ví­n í­ Austurrí­ki. Íslensk stjórnvöld buðust í­ kjölfarið til að taka að sér 100 börn og koma í­ fóstur. Hjálparstofnanir munu hafa haft milligöngu um að finna einhverja tugi …