Fjórðungsúrslit er flott orð og miklu betra en 8-liða úrslit. Hins vegar væri fíflalegt að tala um helmingsúrslit í stað undanúrslita. Merkilegt. Fótboltadagurinn mikli er runninn upp. Leikur Þýskalands og Argentínu er sá stærsti á mótinu til þessa. Úkraína gegn ítalíu er heldur ekkert slor. Ég vil sjá þessi undanúrslit: Argentína : Úkraína & Portúgal …
Monthly Archives: júní 2006
0 eða 24
Fór að velta því fyrir mér í gærkvöldi klukkan hvað sólarhringurinn byrji. Eða öllu heldur – er til eitthvað sem heitir „klukkan núll“? Af tölvuklukkum heimilisins segir um það bil helmingurinn að klukkan á miðnætti sé 0:00 en hinn helmingurinn að þá sé hún 24:00. Ætli þessi munur sé menningarbundinn? Nú er klukkan á ofninum …
Panamaskurðir
Töffaralegur and-reykingaáróður í reykvísku tímariti frá 1912, þar sem áherslan er ekki lögð á heilsuspillandi áhrif tóbaksnautnarinnar heldur tímasóunina: Þriðjungur af íbúum jarðarinnar reykir 300000000 manna. Þessir menn brenna á degi hverjum tóbaki sem nemur 50000000 króna. Vinnutöfin við að kveikja í, láta í og taka úr nemur svo mörgum dagsverkum á dag, að nægja …
Heimsins heimskasti pabbi
Varð það ekki titill á bók eftir Mikael Torfason? Það er eins og mig minni það. Ólína varð frekar pirruð á föður sínum í gær. Þegar henni fannst nógu lengi setið í heimsókn fór hún og náði í húfuna sína og setti á höfuðið, sótti skóna sína og úlpuna og rétti mér. Svo stóð hún …
Nýtt og betra tjald
Á gær var sett upp nýtt og betra sýningartjald í Friðarhúsi. Það mun vitaskuld gagnast fyrir hvers kyns myndasýningar og fyrirlestra í framtíðinni, en sem stendur kætast einkum knattspyrnugláparar. Nú dvel ég öllum stundum í Friðarhúsi, enda allir leikir í úrslitakeppninni sýndir þar. # # # # # # # # # # # # …
Skringileg stjórnarandstaða
Á morgun var ég í viðtali í Íslandi í býtið vegna trúleysisráðstefnunnar sem haldin verður um helgina, en þar flyt ég erindi á vísindasögulegum nótum. Meðan við Sigurður Hólm biðum eftir að komast að horfðum við á fréttatíma þar sem Dagur Eggertsson hafði uppi stór orð um hversu fáránlegt það væri ef borgin réðist í …
Stubbur
Fór að blaða í eintaki af snilldarbarnabókinni Stubbi, sem Ólína hefur leikið grátt síðustu daga. íkvað af rælni að grafast fyrir um höfundana, þau Bengt og Grete Janus Nielsen. Bengt þessi, sem teiknaði myndirnar, mun vera Bengt Janus. Hann er betur þekktur sem Jens K. Holm, en undir því dulnefni skrifaði hann einmitt Kim-bækurnar… Þetta …
Barnaskór
Önnur langamma Ólínu hefur áhyggjur af því að krakkinn sé að fá ilsig og leggur til að hún verði höfð meira í skóm heima við, nánar tiltekið í skóm með góðu innleggi. Nú er ég alveg úti á þekju í þessum fræðum. Hvort þykir betra fyrir litlar lappir að hlaupa um í góðum skóm eða …
Franskir labbakútar
Ég ákvað fyrir EM 1996 að halda með Frökkum. Þeir ollu nokkrum vonbrigðum á mótinu, en öllum mátti þó vera ljóst að Evrópumótið var bara upphitum fyrir HM í Frakklandi tveimur árum síðar. Á HM 98 og EM 2000 brugðust Frakkarnir mér ekki og hömpuðu titlinum. 2002 studdi ég Frakka sömuleiðis – en hvílíkar hrakfarir! …
Í stuttu máli sagt…
„Á stuttu máli sagt, jafnrjettisást kommúnista á Íslandi og „frjálslyndi“ þeirra birtist á þann hátt að þeir vilja eyða gjaldeyri til þess að blökkumenn geti spilað á blásturshljóðfæri fyrir Reykvíkinga.“ Mogginn, 18.jan. 1948 Það er ekki laust við að Megasar-textinn Svo skal böl bæta komi upp í hugann þegar Morgunblaðsleiðarinn Svartir menn og hvítir frá …