Ég ákvað fyrir EM 1996 að halda með Frökkum. Þeir ollu nokkrum vonbrigðum á mótinu, en öllum mátti þó vera ljóst að Evrópumótið var bara upphitum fyrir HM í Frakklandi tveimur árum síðar.
Á HM 98 og EM 2000 brugðust Frakkarnir mér ekki og hömpuðu titlinum. 2002 studdi ég Frakka sömuleiðis – en hvílíkar hrakfarir! Frakkar voru sendir heim með skömm eftir ömurlega frammistöðu og ekkert mark skorað.
Ég er enn ekki búinn að fyrirgefa Frökkum svikin frá því fyrir fjórum árum. Ekki aðeins hef ég snúið fullkomlega við þeim baki – heldur hlakkar í mér yfir óförum þeirra núna. Vonandi floppa þeir líka gegn Tógó í lokaleiknum og verða grýttir með úldnu grænmeti við komuna til Parísar. Það ætti að kenna þeim!