Franskir labbakútar

Ég ákvað fyrir EM 1996 að halda með Frökkum. Þeir ollu nokkrum vonbrigðum á mótinu, en öllum mátti þó vera ljóst að Evrópumótið var bara upphitum fyrir HM í­ Frakklandi tveimur árum sí­ðar.

Á HM 98 og EM 2000 brugðust Frakkarnir mér ekki og hömpuðu titlinum. 2002 studdi ég Frakka sömuleiðis – en hví­lí­kar hrakfarir! Frakkar voru sendir heim með skömm eftir ömurlega frammistöðu og ekkert mark skorað.

Ég er enn ekki búinn að fyrirgefa Frökkum svikin frá því­ fyrir fjórum árum. Ekki aðeins hef ég snúið fullkomlega við þeim baki – heldur hlakkar í­ mér yfir óförum þeirra núna. Vonandi floppa þeir lí­ka gegn Tógó í­ lokaleiknum og verða grýttir með úldnu grænmeti við komuna til Parí­sar. Það ætti að kenna þeim!