Önnur langamma Ólínu hefur áhyggjur af því að krakkinn sé að fá ilsig og leggur til að hún verði höfð meira í skóm heima við, nánar tiltekið í skóm með góðu innleggi. Nú er ég alveg úti á þekju í þessum fræðum. Hvort þykir betra fyrir litlar lappir að hlaupa um í góðum skóm eða á sokkaleistunum?
Treysti á snillingana sem lesa þessa síðu til að svara spurningunni.
# # # # # # # # # # # # # # #
Það var góður hópur samankominn í Friðarhúsi í gærkvöldi. Sumir voru að hjálpa til við að setja glæsilegt skilti framan á húsið sem sést langt að. Aðrir horfðu bara á fótboltann.
íkveðið hefur verið að frá og með 16-liða úrslitunum verði hver einast leikur sýndur í Friðarhúsi. Þar geta boltaþyrstir friðarsinnar safnast saman, lausir við reykingastybbuna sem fylgir flestum börum.
Talandi um HM. Getur einhver staðfest það hvort markatala í riðlinum eða innbyrðisviðureignir verði fyrst látið gilda til að ákvarða röð liða?