Skringileg stjórnarandstaða

Á morgun var ég í­ viðtali í­ Íslandi í­ býtið vegna trúleysisráðstefnunnar sem haldin verður um helgina, en þar flyt ég erindi á ví­sindasögulegum nótum. Meðan við Sigurður Hólm biðum eftir að komast að horfðum við á fréttatí­ma þar sem Dagur Eggertsson hafði uppi stór orð um hversu fáránlegt það væri ef borgin réðist í­ að byggja leiguí­búðir fyrir eldri borgara. Helstu rökin virtust vera þau að þannig hefðu menn gert í­ gamla daga og þetta væri ekki nútí­malegt.

Nákvæmlega hvað er slæmt eða óæskilegt við að borgin eigi og reki leiguí­búðir ætlaðar gömlu fólki? Er það kannski bara vont vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er að í­huga þann kost og Samfylkingin er í­ stjórnarandstöðu?

Manni virðist einmitt sem fjárfestar í­ borginni nenni ekkert að sinna byggingum á leiguhúsnæði af þessum toga, heldur vilji þeir bara reisa fokdýrar háklassaí­búðir í­ miðbænum eða einhverjum bryggjuhverfum. Er þá nokkuð að því­ að borgin komi inn á markaðinn af krafti?

Minn gamli skólabróðir verður að passa sig á að falla ekki beint í­ fýlupokagryfjuna sem getur reynst mörgum stjórnarandstæðingum hættuleg.

# # # # # # # # # # # # #

FRAM tekur á móti Þrótti í­ kvöld. Ég hef bara séð einn heilan leik það sem af er sumri og það var hörmungarleikurinn í­ fyrstu umferð á móti Ví­kingi Ólafsví­k. Nú er komið að stórleik sumarsins og allir góðir menn mæta á völlinn, hverjum er ekki sama um þessa frönsku labbakúta sem spila á HM á sama tí­ma?