Á morgun var ég í viðtali í Íslandi í býtið vegna trúleysisráðstefnunnar sem haldin verður um helgina, en þar flyt ég erindi á vísindasögulegum nótum. Meðan við Sigurður Hólm biðum eftir að komast að horfðum við á fréttatíma þar sem Dagur Eggertsson hafði uppi stór orð um hversu fáránlegt það væri ef borgin réðist í að byggja leiguíbúðir fyrir eldri borgara. Helstu rökin virtust vera þau að þannig hefðu menn gert í gamla daga og þetta væri ekki nútímalegt.
Nákvæmlega hvað er slæmt eða óæskilegt við að borgin eigi og reki leiguíbúðir ætlaðar gömlu fólki? Er það kannski bara vont vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er að íhuga þann kost og Samfylkingin er í stjórnarandstöðu?
Manni virðist einmitt sem fjárfestar í borginni nenni ekkert að sinna byggingum á leiguhúsnæði af þessum toga, heldur vilji þeir bara reisa fokdýrar háklassaíbúðir í miðbænum eða einhverjum bryggjuhverfum. Er þá nokkuð að því að borgin komi inn á markaðinn af krafti?
Minn gamli skólabróðir verður að passa sig á að falla ekki beint í fýlupokagryfjuna sem getur reynst mörgum stjórnarandstæðingum hættuleg.
# # # # # # # # # # # # #
FRAM tekur á móti Þrótti í kvöld. Ég hef bara séð einn heilan leik það sem af er sumri og það var hörmungarleikurinn í fyrstu umferð á móti Víkingi Ólafsvík. Nú er komið að stórleik sumarsins og allir góðir menn mæta á völlinn, hverjum er ekki sama um þessa frönsku labbakúta sem spila á HM á sama tíma?