Varð það ekki titill á bók eftir Mikael Torfason? Það er eins og mig minni það.
Ólína varð frekar pirruð á föður sínum í gær. Þegar henni fannst nógu lengi setið í heimsókn fór hún og náði í húfuna sína og setti á höfuðið, sótti skóna sína og úlpuna og rétti mér. Svo stóð hún og beið eftir að ég skildi vísbendinguna.
Þegar þetta hafði ekki tilætluð áhrif rölti hún aftur fram, náði einhvern veginn í jakkann minn, dró hann með erfiðismunum inn í stofu og setti í fangið á mér. Mikið skýrari verða skilaboðin nú ekki.
# # # # # # # # # # # # #
Á gær var maður áþreifanlega minntur á hvað Ísland er fámennt land. íþróttadeild Sýnar hefur gefist upp á að fá nýja viðmælendur í hálfleiksspjall fyrir hvern einasta leik. Þess í stað var Geir ÓLafsson kallaður í stúdíó öðru sinni – núna til að sýna knattþrautir. Ég hefði viljað vera viðstaddur deildarfundinn þar sem menn töluðu sig inn á að þetta væri góð hugmynd.
# # # # # # # # # # # # #
Á dag mun bandaríska fyrirtækið Dr. Don´s Buttons póstleggja sendingu til Íslands. Dr. Don er aðalbirgir okkar Palla í barmmerkjaframleiðslunni. Það er greinilega kominn nýr maður í söludeildina – einhver Ardy sem svarar öllum fyrirspurnum greiðlega og af stakri kurteisi. Hann leysir af hólmi Bruno sem skrifaði allan tölvupóst með hástöfum til að lesandanum fyndist hann vera að öskra á sig – sem hann var líklega að gera. Ég sakna samt Brunos.
Á sendingunni verður nýr skerari fyrir einnar tommu merkin. Ef hann virkar jafnvel og auglýsingarnar lofa, ætti það að létta okkur lífið talsvert.
Þá vantar okkur bara sniðug slagorð til að þrykkja á barmmerki. Uppástungur?